fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hæstiréttur harmar skelfileg mistök – Birtu nafn stúlku sem tveir menn nauðguðu

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 16. júní 2021 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafn ungrar konu sem var nauðgað af tveimur mönnum var fyrir mistök birt á vef Hæstaréttar Íslands í dag.

Um er að ræða birtingu dóms í máli þar sem tveir karlmenn voru dæmdir í þriggja og hálfs árs fangelsi hvor fyrir að nauðga sextán ára stúlku.

„Starfsmenn Hæstaréttar eru afskaplega miður sín yfir mistökunum sem urðu og harma þau mjög,“ segir í svari frá skrifstofustjóra Hæstaréttar til DV vegna málsins.

DV óskaði upplýsinga um hvort haft yrði samband við stúlkuna vegna þessa, hvaða verkferlar færu í gang við mistök sem þessi og hversu oft það gerðist að jafnaði árlega að nöfn brotaþola birtust fyrir mistök á vef Hæstaréttar.

Dómurinn var birtur á vef dómstólsins klukkan 14:30 í dag og er áætlað að nafn brotaþola hafi verið í birtingu í örfáar mínútur áður en starfsmaður sem sá um birtingu áttaði sig á mistökunum og tók hann út.

Hér meðfylgjandi er skjáskot af vef Hæstaréttar þar sem DV hefur máð út nafn stúlkunnar, sem og skjáskot af nýrri útgáfu dómsins á vef dómstólsins.

Í svari frá Hæstarétti segir að þegar í stað hafi verið haft samband við réttargæslumann brotaþola, hann upplýstur um mistökin og brotaþoli beðinn afsökunar á þessum mistökum.

Persónuverndarfulltrúi dómstólanna hefur verið upplýstur um málið og mun Hæstiréttur tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar.

Ekki fengust svör við því hversu oft mistök sem þessi gerast að jafnaði en ljóst er að það er afar alvarlegt að birta nafn brotaþola með þessum hætti.

DV spurði ennfremur hvort brotaþoli gæti átt einhvers konar bótakröfu á hendur Hæstarétti vegna þessa en það liggur ekki fyrir.

Hér er nánar fjallað um dóminn sem féll í dag:

Hæstiréttur þyngir nauðgunardóm yfir tveimur karlmönnum – „Gat þeim ekki dulist að um barn væri að ræða“ – Stúlkan fraus við nauðganirnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi