fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Gylfi Þór opnar sig um morðið á móður sinni – „Þetta var sjón sem ég mun aldrei gleyma“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 14:00

Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsinu seinasta árið. Gyfli starfaði áður í fjölmiðlum og var meðal annars framkvæmdastjóri mbl.is frá 2010-2012.

Gylfi Þór var viðmælandi Mörtu Maríu vegna tíu ára afmælis Smartlands í 64 blaðsíðna Smartlandsblaði. Þar ræðir hann erfiða stundir sem hann upplifði á sínum tíma.

Móðir Gylfa var myrt af bróður sínum árið 1996 þegar Gylfi var 26 ára gamall. Hún hafði farið að heimsækja bróður sinn til að gera upp mál eftir andlát móður þeirra.

„Mamma var astmaveik og við feðgarnir vorum eiginlega vissir um að astminn hefði dregið hana til dauða. Daginn eftir að við fréttum af andlátinu förum við til Akureyrar, en hún hafði verið að heimsækja bróður sinn sem framdi verknaðinn,“ segir Gylfi en á þessum tímapunkti vissi hann ekki að hún hafi verið myrt, hvað þá af bróður sínum.

Þegar komið var á lögreglustöðina á Akureyri fór hann í stutta yfirheyrslu en faðir Gylfa var yfirheyrður í marga tíma. Gylfi beið frammi og vissi ekkert hvað væri að gerast. Á lögreglustöðinni mætti hann móðurbróður sínum sem vottaði Gylfa samúð sína. Gylfi vissi enn ekki að hann hafi verið banamaður móður sinnar og sagði: „Sömuleiðis“.

„Þegar pabbi losnaði úr yf­ir­heyrsl­unni hjá lög­regl­unni fór­um við upp á hót­el og kveikt­um á sjón­varp­inu. Þar var fyrsta frétt að morð hefði verið framið á þess­um bæ og mynd af bæn­um. Þannig frétt­um við að hún hefði verið myrt,“ segir Gylfi og bætir við að það hafi verið mikið áfall að fá þessar fréttir, þá sérstaklega með þessum hætti.

Lögreglan bað Gylfa og fjölskyldu afsökunar á því að hafa heyrt af þessu með þessum hætti.

„Okk­ar fyrstu viðbrögð voru að við vild­um fá að sjá hana strax. Ég hef séð lík, bæði fyr­ir þenn­an tíma og eft­ir, en þetta var sjón sem ég mun aldrei gleyma. Ekki bara var þetta mamma mín sem lá þarna, en þarna sást að and­látið hafði ekki borið að með eðli­leg­um hætti,“ seg­ir Gylfi að bróðir móður hans sat inni í sex ár fyrir verknaðinn.

Hér má lesa allt viðtalið, ásamt blaðinu í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi