Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Einn þeirra var jafnframt staðinn að ítrekuðum akstri sviptur ökuréttindum. Á níunda tímanum hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun í miðborginni. Hann var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu síðdegis í gær. Annað í Hafnarfirði og hitt í Breiðholti. Engin slys á fólki en eignatjón.