fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 21:00

Petter Slengesol. Fyrri myndin er tekin af honum árið 2019 og sú seinni árið 2015, stuttu eftir árásina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur karlmaður var um páskana handtekinn hér á landi vegna gruns um að hafa átt aðild að stórfelldri líkamsárás og mannráni í Noregi árið 2015. Maðurinn hafði verið eftirlýstur af norskum yfirvöldum um allan heim. Hann verður framseldur til Noregs á næstunni og verður settur beint í gæsluvarðhald.

Petter Slengesol var á leið heim til sín frá vini sínum í febrúar 2015, grunlaus um að versta kvöld ævi hans væri framundan. Hann var að fara að vinna daginn eftir og steig upp í sendiferðabíl sinn, tilbúinn að keyra heim.

Petter var við það að loka hurðinni á bílnum þegar hún flaug upp. Hann leit til hliðar og sá mann með lambhúshettu. Það næsta sem hann fann fyrir var ærandi sársauki í augunum en maðurinn hóf að spreyja piparúða í augu hans.

Meðan Petter var að reyna að átta sig á því hvað væri að gerast komu fleiri menn með lambhúshettur og rifu hann úr bílstjórasætinu. Honum var komið fyrir í afturhluta bílsins og keyrðu mennirnir af stað. Mennirnir hófu að lemja Petter í spað í bílnum og sagði hann við þá að hann hefði engin verðmæti en þeir mættu taka veskið sitt.

Mennirnir töluðu við hann á bjagaðri ensku en töluðu saman sín á milli á austur-evrópsku tungumáli sem Petter þekkti ekki. Mennirnir skiptust á að lemja Petter og tókst að brjóta báða fætur hans, sem og handleggi. Þeir öskruðu á hann „Hvar eru peningarnir?“ en Petter vissi ekki hvaða peninga þeir voru að tala um. Hann reyndi að komast burt en það gekk ekki þar sem þeir hættu ekki að lemja hann.

„Ég gerði það sem ég gat, það er kannski ástæðan fyrir því að ég var laminn svona mikið,“ sagði Petter í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2. Hann átti erfitt með að sjá hvað væri gerast því hann var enn að jafna sig eftir að þeir spreyjuðu piparúðanum í augu hans en hann segist hafa fundið fyrir einhverju rafmagnsvopni, líklegast rafbyssu.

Því næst klæddu mennirnir Petter úr öllum fötunum og hótuðu að skera af honum kynfærin. Loks stoppaði bíllinn en í þann mund dró einn mannana upp hníf. Pétur greip í hnífsblaðið og reif hnífinn af manninum. Adrenalínið sem rann í gegnum æðar hans á þessum tímapunkti gerðu það að verkum að hann fann ekki fyrir risa skurðinum sem varð til í lófa hans. Hann náði að koma sér út úr bílnum en um leið og hann kom út úr bílnum blasti við honum annar maður. Sá hélt á barefli og lamdi Petter í hausinn.

Þegar hann rankaði við sér eftir höggið var hann einn eftir í bílnum. Hann hafði verið bundinn en losaði sig úr fjötrunum og keyrði af stað. Allur afturhluti bílsins var orðinn rauður að innan og blóð lak út um hurðar bílsins. Hann náði að finna konu sem hringdi á lögregluna og aðstoðaði hann.

Petter leit hræðilega út eftir árásina og þurfti að sauma yfir 30 spor í andlit hans og senda hann í aðgerð vegna brotinna handleggja og fóta.

Einhverjir árásarmannanna hafa fundist en aðrir höfðu flúið land, til að mynda maðurinn sem fannst á Íslandi. Ekki hefur verið staðfest hversu margir tóku þátt í árásinni en líklegt er að sumir þeirra séu enn lausir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári