fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Reykjavíkurloftið fær falleinkunn enn eina ferðina – Rykbinding heyrir til undantekninga

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftgæðin við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar mældust í dag rauð, samkvæmt samantekt á vefnum loftgaedi.is sem rekinn er af Umhverfisstofnun. Samkvæmt kvarða Umhverfisstofnunar er ástandið talið rautt, eða mjög slæmt, þegar styrkur svifryks mælist yfir 100 míkrógrömm í hverjum rúmmeter lofts.

Veturinn nú er einn snjóléttasti vetur í manna minnum, en minni snjór hefur ekki mælst í Reykjavík síðan 1977. Það hefur leitt til þess að styrkur svifryks í borginni hefur margoft mælst langt yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Þegar þetta er skrifað mælist styrkur svifryks á Miklubraut við gatnamót Grensásvegar 80 míkrógrömm á rúmmetra. Raunar hefur styrkur svifryks á þeirri stöð farið yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra oftar en 30 sinnum í vetur. Í nóvember var börnum á leikskólanum Álftaborg við Safamýri haldið inni vegna svifryksmengunar.

Á vefsíðu Umhverfisstofnunar segir að kaldir dagar þegar það er stilla og þurrt í lofti geti leitt til aukins styrks svifryks í lofti. Þá er mikil umferð og þá helst við stórar umferðaræðar sagt auka svifryk til muna.

Á árum áður var það stundað af Reykjavíkurborg að rykbinda götur með því að úða magnesíum klóríði yfir stofngötur í Reykjavík, en það hefur ekki verið gert um nokkurt skeið.

Þegar svifryks verður vart í andrúmslofti hefur Umhverfisstofnun mælt með því að þeir sem viðkvæmir eru fyrir skertum loftgæðum loki gluggum og hurðum og kyndi vel inni hjá sér. Það býr til yfirþrýsting á lofti inni í vistarverum sem kemur í veg fyrir að óhreint loft komist inn.

Tímalína yfir styrk svifryks í lofti Reykvíkinga í vetur má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi