fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hjóluðu hjá nýju sprungunni rétt áður en hún opnaðist – „Það kom björg­un­ar­sveit­ar­bíll á móti okk­ur á fullri ferð“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 5. apríl 2021 17:30

Skjáskot úr vefmyndavél RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Rafn Valur Alfreðsson og Hjalti Jón Pálsson ákváðu að gera sér ferð að gosinu í Geldingadal í dag. Félagarnir fóru á fjallahjólum og hjóluðu slóða að eldgosinu en svo kom björgunarsveitabíll á móti þeim á fullri ferð. Ný sprunga hafði opnast rétt hjá slóðanum sem Rafn og Hjalti voru nýbúnir að hjóla. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

„Það kom björg­un­ar­sveit­ar­bíll á móti okk­ur á fullri ferð. Við vor­um bara rétt bún­ir að stoppa áður en við ætluðum upp síðustu brekk­una, sem er dá­lítið brött. Þá kem­ur hann bara niður á millj­ón og all­ir gasmæl­ar í botni og okk­ur sagt okk­ur að verið væri að rýma svæðið,“ seg­ir Rafn í sam­tali við mbl.is.

Eftir það hjóluðu þeir Rafn og Hjalti um hálfan kílómetra upp á hæð, þá sáu þeir gufustrókana og hraunið flæða upp rétt við slóðann sem þeir voru nýbúnir að hjóla yfir. Í samtalinu við mbl.is segir Rafn að hvorki hann né Hjalti urðu varir við neitt fyrr en eftir að björgunarsveitin kom. Þrátt fyrir að hafa verið svona tæpir á að lenda í nýju sprungunni segjast þeir ekki hafa verið hræddir, upplifunin var mjög skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi