fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Keypti kannabisefni á fimm þúsund kall við KFC í Mosfellsbæ

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. apríl 2021 17:30

Vettvangur fíkniefnaviðskiptanna örlagaríku. mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnaakstur, vörslu fíkniefna og vopnalagabrot. Maðurinn hefur ítrekað hlotið dóma fyrir ölvunarakstur og tók dómari mið af því við ákvörðun refsingar.

Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafi verið handtekinn í júní 2019 í Kópavogi en lögregla hafði þá veitt honum eftirför er hann ók um Álfhólsveg. Maðurinn gerði tilraun til þess að hlaupa á brott undan lögreglu en náðist skammt undan. Hann neitaði þá að hafa verið að aka bifreiðinni og krafðist þess að fá að hringja í móður sína sem væri lögfræðingur. Hann hafði þar ekki erindi sem erfiði enda fundust lyklarnir að bifreiðinni í vösum mannsins. Hann hafi þá verið votur um augun og lyktað af áfengi og kannabis.

Við ítarlegri leit í vösum mannsins á lögreglustöðinni þetta kvöld fundust þá kannabisefni sem maðurinn viðurkenndi hafa keypt á fimm þúsund krónur við KFC í Mosfellsbæ. Hann hafi geymt það í buxnavasa sínum og ætlað að reykja það síðar með félaga sínum.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist hafa verið að labba heim til sín af pöbb í Engihjalla í Kópavogi þegar lögregla hafi handtekið hann, blásaklausan.

Hvað sem útskýringum mannsins leið sá dómari tilefni til þess að dæma manninn sekan og í 12 mánaða fangelsi. Í niðurstöðukafla dómsins er sakaferill mannsins rekinn, en hann hefur ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög og lög um ávana- og fíkniefni. Upptalning sakaferils mannsins þekur í raun heila blaðsíðu af aðeins átta blaðsíðna dómi. Í því ljósi var ekki talið tilefni til að skilorðsbinda refsingu mannsins.

Til viðbótar við ársfangelsisdóm er maðurinn sviptur ökurétti, enn eina ferðina, og þarf að greiða 318 þúsund krónur í sakarkostnað og að sæta upptöku á kannabisefnunum úr Mosfellsbæ.

Enginn lögmannskostnaður féll til, enda varði maðurinn sig sjálfur fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi