fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 19. apríl 2021 14:08

Barn í bíl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar rétt fyrir klukkan níu í morgun, þar sem hvorki ökumaður né þrír farþegar voru í öryggisbeltum. Meðal farþega var þriggja ára barn sem var ekki í barnabílstól og sat í bifreið án öryggisbeltis, segir í dagbók lögreglu.  Farþegar bifreiðar reyndust vera foreldrar barnsins. Skýrsla rituð á málið og barnavernd gert viðvart.

Fyrir rúmum þremur vikum stöðvaði lögreglan bifreið þar sem farþegi í framsæti hélt þá á um það bil 7 mánaða gömlu barni í fanginu. Þarna voru foreldrar barnsins  á ferð með barn sitt og sögðu barnið hafa grátið mikið í barnabílstól sínum.  Þá hafði faðirinn sem var farþegi losað barnið úr stólnum og sat með það í fanginu meðan móðirin ók bílnum. Barnavernd var kölluð til.

Lögregla tilkynnti par til Barnaverndar

Samkvæmt íslenskum umferðarlögum eiga börn að vera í viðeigandi barnabílstólum og eru reglur upp á Landspítala þess efnis að börn fá ekki að fara heim af fæðingardeildinni nema að foreldrar hafi löglegan barnabílstól meðferðis og að barn sé fest í hann áður en farið er með það af spítalanum. Öll börn þurfa því að vera með viðeigandi öryggisbúnað þar til þau ná 150 cm á hæð.

Samkvæmt 71. grein umferðalaga eiga öll börn að vera með réttan öryggisbúnað í bíl, s.s. barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis-og verndarbúnað ásamt öryggisbelti. Í sömu lagagrein kemur einnig fram að börn undir 150 cm á hæð mega ekki vera farþegar í framsæti ef þar er uppblásanlegur öryggispúði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi