Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir er ein þeirra sem stendur að fyrirtækinu Matseðill sem útbýr matarpakka með öllum hráefnum og uppskriftum til að einfalda heimilum landsins kvöldmatinn.
Anna Svava er þó líklega þekktust fyrir að vera ein af fyndnari leikkonum landsins og afrek sín í Áramótaskaupinu en hún er einnig eiginkona Gylfa Þórs Valdimarssonar stofnanda ísbúðanna Valdís. Saman hafa þau byggt upp ákaflega farsælt fyrirtæki sem telur fjórar ísbúðir og veisluvagn.
Ísbúðin er ákaflega vinsæl og hefur skilað vel á annan tug milljóna í hagnað árlega síðustu ár svo ljóst er að húmor er ekki það eina sem hjónin luma á því viðskiptavit þeirra er þrusugott, svo gott raunar að það vakti athygli Loka þessa helgina.