fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Drottningarmaðurinn í blíðu og stríðu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 10. apríl 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippus prins lést í gær 99 ára að aldri. Hann var eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar í rúmlega sjötíu ár. Bretar og royalist-ar syrgja fráfall prinsinn sem er minnst fyrir húmorinn og fyrst og fremst fyrir ötulan stuðning hans við drottninguna og hennar störf.

Dansk-grískur prins

Filippus prins fæddist í Grikklandi árið 1921 inn í dansk gríska aðalsfjölskyldu. Faðir hans var Andrés prins af Grikklandi og Danmörku og móðir hans var Alice prinsessan af Battenberg.  Þegar hann var aðeins 18 mánaða gamall var fjölskylda hans gerð útlæg eftir stríð Grikklands við Tyrkland. Frænda Filippusar, Konstantín konungi, var kennt um ósigur Grikklands og var neyddur til að segja af sér krúnunni þann 27. september 1922.  Í kjölfarið var fjölskyldan send í lífstíðar útlegð.

Fjölskyldan flutti því til Frakklands.  Filippus var svo sendur árið 1928 til Bretlands til að ganga í skóla og bjó  hann þar hjá ömmu sinni, Viktoríu Mountbatten. Nokkru síðar giftust fjórar systur hans þýskum prinsum og fluttu til Þýskalands. Móðir hans var svo greind með geðklofa og lögð inn á geðveikrahæli.

13 ára prinsessa kemur inn í líf hans

Hann kynntist Elísabetu drottningu árið 1939 þegar hann var í konunglega sjóhernaðarskólanum. Hún kom þangað með foreldrum sínum og systur og frændi Filippusar, Louis Mountbatten, bað hann að fylgja stúlkunum. Elísabet var þarn aðeins 13 ára gömul og Filippus var 18 ára. Sagan segir að hún hafi umsvifalaust orðið ástfangin af unga hermanninum og eftir þennan fund skiptust þau reglulega á bréfum.

Sjö árum síðar, sumarið 1946, fór Filippus á biðilsbuxunum til Georgs konungs og bað formlega um hönd dóttur hans.  Georg samþykkti bónorðið gegn því að parið unga myndi bíða með að ganga í hnapphelduna þar til Elísabet væri orðin 21 árs gömul.

Til að mega giftast Elísabetu, sem vitað var að yrði dag einn drottning, þurfti Filippus að losa sig við titla sína, bæði þá grísku og dönsku og þurfti að auki að skipta um trú. Hann var skírður í hinni grísku rétttrúnaðarkirkju en til að giftast Elísabetu varð hann að vera í ensku þjóðkirkjunni. Þetta voru þær fyrstu fórnir sem hann þurfti að færa fyrir konu sína, en með tíða og tíma áttu þær eftir að verða mun fleiri.

Daginn sem hann gifti sig veitti Georg konungur honum nýja enska titla. Hann var nú hans hátign og hertoginn af Edinborg, jarlinn af Merioneth og baróninn af Greenwich.

Brúðkaupið fór fram í Westminster Abbey þann 20. nóvember 1947 og var útvarpað í beinni útsendingu hjá BBC til um 200 milljóna manna víðs vegar um heiminn.  Seinni heimsstyrjöldin gerði það að verkum að ekki þótti við hæfi að fjölskyldumeðlimir Filippusar með tengsl við Þýskaland væru viðstödd athöfnina. Meðal þeirra voru þrjár systur hans sem allar voru giftar þýskum prinsum.

Drottningarmaður án nafns

Eftir brúðkaupið fluttu nýbökuðu hjónin í Clarence húsið og þar fæddust þeim tvö börn áður en Elísabet var krýnd drottning. Karl Bretaprins fæddist árið 1948 og Anna prinsessa árið 1950.

Eftir að heilsu Georgs konungs tók að hraka þurftu Elísabet og Filippus að taka á sig konunglegar skyldur. Meðal þeirra verkefna sem þau tóku á sig var opinber heimsóknarferð til nýlendna Bretlands. Það var í þeirri ferð sem þeim barst tilkynningin um að Georg væri látinn og Elísabet væri nú drottning. Þau voru stödd í Kenýu og kom það í hlutverk Filippusar að tilkynna eiginkonu sinni að faðir hennar væri fallinn frá.  Þetta var þann 6. febrúar árið 1952. Elísabet var aðeins 25 ára gömul og Filippus var 31 árs.

Þegar Elísabet tók við krúnunni kom til álita hvaða nafn konungsfjölskyldan tæki upp. Samkvæmt hefð ætti Elísabet að taka ættarnafn eiginmanns síns, Mountbatten en það þótti eldri meðlimum konungsfjölskyldunnar sem og forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, ótækt. Þau vildu að Elísabet notaði nafnið fjölskyldan af Windsor.

Svo segir sagan að Filippus hafi tekið þessu illa. „Ég er ekkert nema hryggleysingi. Ég er eini maðurinn í þessu landi sem fær ekki að nefna börnin mín með mínu eigin nafni,“ herma heimildir eftir honum.

Árið 1960 gaf drottning út yfirlýsingu um að eftirnafn hennar og karlkyns afkomenda henna  og Filippusar, sem ekki bæru titilinn hans hátign eða væru prinsar eða prinsessur, yrði framvegis MountbattenWindsor.

Í blíðu og stríðu

Því hefur ítrekað verið haldið fram í gegnum tíðina að Filippus hafi átt afar erfitt með að vera að öllu leyti talinn óæðri eiginkonu sinni. Honum var skylt að ganga tveimur skrefum á eftir henni, hann fékk ekki titilinn konungur heldur frekar drottningarmaður og framan af voru hans eigin synir honum æðri, allt þar til Elísabet lét breyta þeirri reglu.

Því hefur einnig verið haldið fram að þetta allt hafi verið mikill vandi í hjónabandi þeirra sem oft hafi verið stirt og erfitt. Heimildarmenn nærri fjölskyldunni segja þó ekkert hæft í þeim sögusögnum. Hjónaband þeirra hafi alltaf verið með eindæmum sterkt og þau hafi verið stoð hvors annars og stytta á lífsins vegi.

[caption id=“attachment_630611“ align=“alignnone“ width=“1000„]

Sem eiginmaður drottningar og prins tók hann að sér margar opinberar skyldur og var viðriðinn fjölda góðgerðasamtök.  Hann átti reglulega til að koma sér í klípu, eða koma sér á blöð fjölmiðla fyrir ummæli sem þóttu nokkuð óvenjuleg fyrir mann af hans tign. Hér eru nokkur dæmi:

  • Rétt fyrir 90 árs afmælið hans árið 2011 „Bitar eru farnir að detta af“
  • Matarboð árið 2004 – „Skítt með sæta skipulagið, látið mig hafa matinn minn“
  • „Breskar konur geta ekki eldað“
  • Um Tom Jones árið 1969 „Það er erfitt að sjá hvernig það er hægt að verða svona vinsæll með því að syngja svona hryllileg lög“
  • „Ungt fólk er alveg eins og það er alltaf. Bara heimskt“
  • Þegar honum var sagt að Madonna myndi syngja þemalag James Bond myndarinnar Die Another Day árið 2002: „Þurfum við eyrnatappa?“
  • Um verkefni til að bjarga dúfum árið 1965: „Kettir drepa mun fleiri fugla en menn. Hvers vegna eruð þið ekki með slagorðið: „Drepið kött og bjargið fugl“?
  • Um dóttur sína Önnu prinsessu sem elskar dýr: „Ef að fretar ekki eða borðar hey þá hefur hún ekki áhuga“
  • Þegar hann var spurður hvenær Karl prins yrði konungur: „Ertu að spyrja mig hvort að drottningin sé dauðvona?“
  • Við Elton John „Ó ert það þú sem átt þennan agalega bíl? Við sjáum hann oft þegar við erum að keyra til Windsor kastala“
  • Við skoskan ökukennara árið 1999: „Hvernig færðu innfædda til að sleppa því að drekka nógu lengi til að taka prófið?“

Þrátt fyrir að sá orðrómur hafi gengið um árabil að hjónaband hans við Elísabetu hafi ekki alla tíð verið hamingjusamt, og hann hafi átt það til að halda við aðrar konur, þá hefur slíkt aldrei verið óumdeilanlega staðfest. Elísabet hefur þvert á móti ítrekað lýst því yfir hversu miklu máli maður hennar skiptir hana.

Eftir 25 ára hjónaband sagði Elísabet: „Ef fólk spyr mig hvað mér finnst um fjölskyldulífið eftir 25 ára hjónaband þá get ég svarað því með einföldum hætti og sannfæringu að ég mér finnst það gott“

Hún hefur einnig sagt:  „Í gegnum ár mín sem drottning þá hefur stuðningur fjölskyldu minnar í gegnum kynslóðirnar verði ómetanlegur. Filippus prins, eins og flestir vita, er þekktur fyrir að kæra sig kollóttan um hrós af nokkru tagi. En í gegnum allt hefur hann verið stoð mín og stytta.“

Og þessa afstöðu ítrekaði hún aftur eitt sinn er hún sagði: „Hann hefur verið stoð mín og stytta í gegnum öll þessi ár og ég og öll hans fjölskylda, og konungdæmið sem og mörg önnur ríki, stöndum í þakkarskuld við hann, meira en hann getur nokkur tímann gert sér grein fyrir.“

Filippus og Elísabet áttu fjögur börn saman, Karl Bretaprins, Önnu Bretaprinsessu, Játvarð Bretaprins og Andrés Bretaprins. Líklegt er talið að jarðarför Filippusar verði töluvert minni að sníðum en tíðkast hjá konungsfólki, bæði vegna hans eigin óska sem og vegna heimsfaraldurs COVID.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki