fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Sjáðu Eurovision-lagið sem Matti spáir velgengni – „Þetta lag er gjörsamlega sturlað“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 10:41

Matthías Már Magnússon Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Már Magnússon, tónlistarstjóri RÚV og Rás 2, er mjög hrifinn af framlagi Úkraínu í Eurovision í ár ef marka má Facebook-færslu hans. Hann birti tónlistarmyndbandið við lagið í dag og skrifaði við það „Ég verð að sjálfsögðu team Daði alla leið í Eurovision í ár EN!!! Þetta lag er gjörsamlega sturlað.“

Lagið ber nafnið „Shum“ en það dregur innblástur af gömlum úkraínskum þjóðlögum. Hljómsveitin sem syngur lagið heitir Go_A og átti upphaflega að taka þátt í keppninni í fyrra en henni var aflýst vegna Covid-19. Úkraínumenn tóku því upp sama fyrirkomulag og Ísland og buðu hljómsveitinni að taka þátt með nýju lagi. Úr því var þetta frábæra lag.

Lagið skorar ekki vel í veðbönkum en Ísland trónir enn toppinn á þeim flest öllum, án þess að lagið sé komið út. Lag Daða Freys kemur út 13. mars í sjónvarpsþættinum Straumar á RÚV. Lokakeppni Eurovision fer síðan fram í Rotterdam 18.-22. maí.

Hér fyrir neðan má heyra þetta lag sem Matthías er svo hrifinn af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug

Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi í dag – Frásögn fórnarlambsins vekur óhug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“

Faðir sem var nafnlaus opinberar sig og dætur sínar með málaferlum gegn Stundinni – „Báru föður sinn ítrekað þeim sökum að hafa brotið á sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“