fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Æsingur í Eyjum – Barði sama manninn tvisvar og stal yfirhöfnum úr fatahengi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 15:45

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveðinn var upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands  í gær yfir manni vegna atvika honum tengdum í Vestmannaeyjum árin 2019 og 2020.

Ákæran var í þremur liðum. Í fyrsta lagi var manninum gefið að sök að hafa veist að manni við Áshamar í Vestmannaeyjum, aðfaranótt fimmtudagsins 2. maí 2019 og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar við vinstra auga.

Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa þriðjudagskvöldið 17. desember 2019 stolið yfirhöfnum úr fatahengi skemmtistaðar eða veitingastaðar.

Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa ráðist á sama manninn og um getur í fyrsta ákæruliðnum, síðdegis miðvikudaginn 11. mars 2020, einnig að Áshamri, og slegið hann í andlitið.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og var ákveðið að dómur yrði kveðinn upp yfir honum að honum fjarstöddum.

Hann er með töluverðan afbrotaferil að baki sem nær allt aftur til upphafsára þessarar aldar, líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni, umferðar- og fíkniefnalagabrot, og fleira.

Hann var fundinn sekur um alla ákæruliði og dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið. Þá var hann dæmdur til að greiða þolanda líkamsárásanna 400 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi