fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Líklegt að gosið hefjist á næstu klukkustundum eða næstu dögum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 15:57

Keilir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos gæti verið að hefjast nálægt fjallinu Keili á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar segir í samtali við RÚV að óróapúlsinn sé að aukast. Landhelgisgæslan er að undirbúa þyrlu fyrir könnunarflug yfir svæðið.

Björgvunarsveitir á Reykjanesskaga eru í viðbragðsstöðu og búið er að virkja samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð.

Kristín segir að íbúar á Reykjanesskaganum eigi að halda sig heima. Flest bendi til að eldgos sé þegar hafið. Að sögn Kristínar ætti eldgosið ekki að raska byggð eða hafa áhrif á vegasamgöngur.

Uppfært kl. 16.05 – 16:30

Kristín staðfesti ekki orð sín úr viðtali við RÚV, í upphafi upplýsingafundar Almannavarna. Staðan er óljós en kvika er að brjóta sér leið í gegnum berg. Kvika er að brjótast úr en gos ekki hafið.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að engar hamfarir séu að fara í gang og fólk geti haldið áfram með líf sitt.

Kristín segir ekki miklar líkur á því að gosið verði hættulegt, ef af verður. Það geti orðið óþægilegt í nokkra daga.

Aðspurð sagði Kristín að ennþá gætu orðið stærri skjálftar en hafa orðið undanfarið.

Kristín segir ennfremur að líklegt sé að gos standi í eina til tvær vikur.

Víðir segir að Almannavarnir hafi haft bak við eyrað að eldvirknitímabil geti verið að hefjast á Reykjanesskaga með reglulegum gosum, og undirbúið sig undir það.

Búist er við flæðigosi eða hraungosi en ekki sprengigosi. Líklegt er að gosið verið lítið eða meðalstórt. Samkvæmt fundinum er ekki talið líklegt að gosið hafi áhrif á flug.

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur var á fundinum og hann að gosið gæti hafist á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Kvikan sé nálægt yfirborði og fylgjast þurfi vel með næstu klukkustundir. Það gæti líka dregist um nokkra daga að gos hefjist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður
Fréttir
Í gær

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Í gær

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði Svandís að segja eftir að Landsréttur vísaði kæru sóttvarnarlæknis frá – „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst““

Þetta hafði Svandís að segja eftir að Landsréttur vísaði kæru sóttvarnarlæknis frá – „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur vísar kærunni um sóttkvíarhótelið frá dómi – Dómur Héraðsdóms stendur

Landsréttur vísar kærunni um sóttkvíarhótelið frá dómi – Dómur Héraðsdóms stendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan í farsóttarhúsinu sem lagði ríkið stígur fram – Flaug út til að jarða móður sína – „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt“

Konan í farsóttarhúsinu sem lagði ríkið stígur fram – Flaug út til að jarða móður sína – „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frægir íbúar Grafarvogs taka þátt í pípusölu kirkjunnar

Frægir íbúar Grafarvogs taka þátt í pípusölu kirkjunnar