fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:11

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin greindist með Covid-19 smit innanlands í gær en 403 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og hjá LSH.

Fjögur smit greindust á landamærunum, þar af þrjú við fyrstu skimun og eitt við seinni skimun.

Nýgengi innanlandssmita er nú 0,5 en á landamærunum 2,5 á hverja 100 þúsund íbúa.

Nú hefur ekki greinst smit hér á landi síðan 26. febrúar og síðasta smit utan sóttkvíar var 1. febrúar.

Alls eru 11 manns í einangrun vegna smits, þar af sjö á sjúkrahúsi, en 13 í sóttkví. Bólusetningu er lokið á rúmlega 12.500 manns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt