fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Börn með skegg vekja athygli

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 15:30

Mynd: Gunnar Svanberg Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðlenska birti í dag opnu í Fréttablaðinu þar sem má sjá mynd af börnum með skegg og textann „Eldast fljótt“ en auglýsingin hefur vakið mikla athygli. Auglýsingastofan á bakvið opnuna er stofan Cirkus en blaðamaður náði tali af Guðlaugi Aðalsteinssyni, sem segist bera titilinn „Cirkusstjóri“.

„Fyrst og fremst er þetta orðaleikur. Þegar við byrjuðum á þessari herferð fyrir Norðlenska þá fannst okkur vera sterkur þessi punktur með að þú getur verið fljótur að elda þetta. Í staðinn fyrir að eyða löngum tíma fyrir framan eldavélina getur þú nýtt meiri tíma með börnunum þínum, til dæmis horft á einn Hvolpasveitar-þátt,“ segir Guðlaugur og segir að fólk hafi almennt tekið vel í herferðina.

„Flestir hafa verið með jákvæð viðbrögð við þessu en ég sé svo sem ekki hvað allir eru að segja um þetta þannig það gæti verið að aðrir séu að  segja annað á öðrum stöðum. Það er alltaf jákvætt ef herferðin vekur einhver viðbrögð því það er ekki á hverjum degi sem fólk hefur skoðanir á kjötbollum, held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca