fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Ár frá fyrsta Covid smitinu – Manst þú eftir þessum forsíðum?

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 14:30

mynd/Morgunblaðið/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár er í dag liðið frá því að fyrst Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan staðið vaktina og orðið þekkt sem þríeykið. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og er óhætt að segja að þróun faraldursins hafi verið á þá leið sem enginn gat spáð fyrir um.

Flestir gerðu ráð fyrir að þetta myndi ganga yfir með tilheyrandi hörmungum, en myndi gera það fljótt.

Það reyndist ekki alveg rétt spá, því nú, ári síðar, glímir þjóðin enn við faraldurinn. Samkomutakmarkanir, grímuskylda, herðingar og tilslakanir, bóluefni, bólusetning, hjarðónæmi, eru orð sem saumuð hafa verið inn í daglegan orðaforða Íslendinga.

DV tók saman nokkrar af helstu forsíðum blaðanna frá því fyrir ári síðan:

mynd/Morgunblaðið

Fyrsta smitið greindist 28. febrúar 2019 og var því á forsíðum blaðanna daginn eftir, 29. febrúar.

Í Morgunblaðinu þann daginn sagði meðal annars: „Samkomubann möguleg ráðstöfun til varnar.“ Sá sem það ritaði reyndist sannspár. Á þeim tíma gekk veiran gjarnan undir nafninu Wuhan veiran. Sóttvarnalæknir ráðlagði gegn óþarfa ferðalögum til fimm svæða í heiminum: Kína, þriggja héraða í Ítalíu, Suður-Kóreu og Íran. Þá voru svæði með litla smithættu merkt sérstaklega: Önnur svæði á Ítalíu, Japan, Singapúr, Hong Kong og Tenerife.

Ferðalög til og frá þessum löndum voru síðar takmörkuð og fólk sem þaðan var að koma var beðið að hafa sig hægt og passa sig sérstaklega. Það sem við vissum ekki þá var að veiran var auðvitað löngu komin á flug miklu víðar um Evrópu og Bandaríkin en í þessum örfáu löndum sem upp voru talin og í dag er talið nokkuð víst að veiran hafi meðal annars borist til landsins frá þessum „öruggu löndum.“

mynd/Morgunblaðið

Strax eftir mánaðamót voru smitin orðin þrjú. Hugmyndir um skyldusóttkví vegna ferðalaga voru þá komnar á sveim, en enn var þó bara „mælst til“ að fólk héldi sig heima í ákveðinn tíma eftir ferðalög nema þá þeir sem voru að koma frá „áhættusvæðum.“

Þeir sem höfðu verið í námunda við smitaða einstaklinga voru þó skikkaðir í skyldusóttkví og voru þarna í blábyrjun mars mánaðar 2020 einir 300 komnir í sóttkví. Sóttkví var þá nýtt orð í íslensku dægurlífi og féll það í hlut þríeykisins að útskýra hvernig slík tilhögun virkaði. „Ættingjar verða að koma með mat og skilja eftir við útidyrahurð,“ skrifaði einn blaðamaður í fyrirsögn.

Forsíða Fréttablaðsins frá því 3. mars 2020 er líklega besti vitnisburðurinn um hugarfar fólks á þessum tíma: „Gæti gengið yfir á tveimur mánuðum,“ sagði Þórólfur á forsíðunni.

mynd/Fréttablaðið

Stuttu seinna átti Kári Stefánsson eftir að kippa þjóðinni niður á jörðina, er hann í helgarviðtali við Fréttablaðið sagði: „Ég held að samfélagið okkar verði alveg á hliðinni í tvö ár. Ég held að efnahagslegar afleiðingar muni reynast okkur erfiðar og við eigum fyrir höndum hálft ár eða svo þar sem verður erfitt með aðföng.“ Viðtalið má nálgast hér og er óhætt að segja að viðtalið og orð Kára hafi staðist að meiri marki en önnur sem á þessum tíma féllu.

Þá mér hér nálgast pdf útgáfur af gömlum Fréttablöðum fyrir áhugasama.

Þá tók Fréttablaðið saman helstu viðburði á síðastliðnu ári í myndbandi sem sjá má í frétt á Frettabladid.is hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki
Fréttir
Í gær

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir