fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fréttir

Jón vill fá ferðamenn sem eyða miklu – „Þú verður að fara út“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnagie á Íslandi, birti pistil á Vísi í dag þar sem hann segir Ísland þurfa frekar fáa ferðamenn sem eyða miklum pening frekar en marga ferðamenn sem eyða litlu sem engu. Hann segist líka vera með lausnina hvernig við getum fengið ferðamenn til að eyða pening hér.

„Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins “út, út… þú verður að fara út… það eru of margir hér inni,““ skrifar Jón en hann áttaði sig á því að fyrir starfsfólkið skiptu sóttvarnir meira máli en upplifun viðskiptavinarins.

Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið þetta hlutverk, að passa upp á sóttvarnarreglur. Sóttvarnarreglur sem eru óljósar og breytast reglulega.

„Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun?“ segir hann en þá fer hugurinn til ferðamanna sem búast mögulega við betri þjónustu en við Íslendingar.

„Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu,“ segir Jón og bætir við að ef Ísland vill vera hágæða vara í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“