fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Þyrla notuð í umfangsmikilli leit að Heimi Erni – Fundinn með hjálp 150 björgunarsveitarmanna

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. desember 2021 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan lýsti fyrr í kvöld eftir Heimi Erni Johnson en hann fannst tæpum hálftíma eftir að tilkynningin frá lögreglunni barst. Ljóst er að leitin að Heimi var afar umfangsmikil en þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að hjálpa til við leitina að honum. Þá voru fjölmargir björgunarsveitarmenn einnig kallaðir út til að aðstoða við leitina.

DV ræddi við Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina en Davíð segir að um 150 björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í leitinni. „Það er búið að kalla út nokkurn fjölda af björgunarsveitarmönnum í Reykjavík til að aðstoða lögreglu við leitina.

Hann staðfesti að leitin tengdist manninum sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld. „Það var verið að leita í Reykjavík, það tengist í raun og veru tilkynningu sem lögreglan sendi á fjölmiðla núna fyrir stuttu.“

Í tilkynningunni sem barst frá lögreglu um Heimi kom fram að hann hafi síðast sést í Kuggavogi í Reykjavík. Íbúi í nágrenninu tók upp myndband þar sem sjá má hve umfangsmikil leitin var. Til að mynda má sjá björgunarsveitarmenn ganga um hverfið í leit að manninum en einnig má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar notast við ljóskastara.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Hide picture