fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

„Mikið þykir mér þetta einkennileg umræða varðandi Brynjar Níelsson“ – Jakob Bjarnar stígur fast inn í eldfima umræðu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. desember 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, telur háværa gagnrýni á ráðningu Brynjar Níelssonar sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra vera einkennilega og segir dólgafeminista hafa slegið eignarhaldi á umræðuna um kynferðisofbeldi. Nýr pistill hans um þetta á Facebook-síðu hans verður tilefni lífegra umræðna þar sem Jakobs rökræðir meðal annars við Píratana Björn Leví Gunnarsson og Halldór Auðar Svavarsson. Jakob skrifar:

„Mikið þykir mér þetta einkennileg umræða varðandi Brynjar Níelsson; að ráðning hans sem aðstoðarmanns innanríkisráðherra sé í sjálfu sér einhvers konar bakslag í réttmæta baráttu gegn kynferðisofbeldi. Við verðum að fara að hefja okkur yfir þessa meinloku sem fáir virðast þora að nefna en stendur einmitt þeirri sömu baráttu fyrir þrifum. Það að vilja gjalda varhug við aðferðafræði dólgafemínista sem hafa slegið eignarhaldi sínu á þennan málaflokk er ekki stuðningsyfirlýsing við nauðgara og önnur óbermi. Þetta er ekki boðlegur málflutningur, hann stenst enga skoðun það er beinlínis dapurlegt að hann fái vaðið óátölulaust uppi.“

Björn Leví bendir á að það fólk sem Jakob kallar „dólgafeminista“ hafi ítrekað bent á kynbundið ofbeldi og spyr hví alltaf sé verið verið að skamma sendiboðann.

„„Dólgafemínistar“ hafa ítrekað bent á kynbundið ofbeldi. Ofbeldi sem gengur vissulega í báðar áttir en óvéfengjanlega meira í aðra áttina en hina. Segðu mér þá, af hverju ekki að hlusta á fólk sem bendir á ofbeldi og biður annað fólk um að hafna því? Af hverju er alltaf verið að skamma sendiboðann?“

Jakob undrast þessa athugasemd og ritar:

„Skamma sendiboðann? Nú skil ég ekki alveg. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það er allt og sumt sem ég er að segja. Ef ég tala manna mest um að eitthvað þurfi að gerast í atvinnumálum á Vestfjörðum (nokkuð sem enginn deilir í sjálfu sér um), þá þýðir það ekki að lausnin við því sem ég býð uppá, að dömpa kjarnorkuúrgangi í firðina þar því það bjóði uppá fáein vellaunuð störf á staðnum, sé góð og gild. Og af því að ég hef talað manna mest og hæst um þann vanda þá sé meðal mitt við vandanum heilagt. En þannig tala furðu margir.“

Halldór Auðar Svansson biður Jakob þá um að segja sér hvaða umbætur Brynjar sé með á sviði kynferðisbrota. Það segist Jakob ekki vita en undrast málatilbúnað Pírata í þessum efnum og ítrekar athugasemdina að ofan. Tilgangurinn helgi ekki meðalið.

Þetta er aðeins brot af umræðunum sem má lesa með því að smella á tengilinn að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi