fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir Hugarafl hafa þurft að kæra hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 17:53

Sævar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson, lögmaður samtakanna Hugarafl, segir að ásakanir á stjórnendur samtakanna um einelti og ógnarstjórnun hafi komið þeim í opna skjöldu. Í sumar bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir frá sex fyrrverandi skjólstæðingum samtakanna þar sem bornar eru alvarlegar ásakanir á stjórnendurna, framkvæmdastjórann, eiginmann hennar og formann samtakanna. Sævar bendir á að Hugarafl hafi ekki fengið aðgang að þessum greinargerðum en þó hafi hluti af þeim verið birtur í sjónvarpsþætti Stöðar 2 í september. Í þeim þætti hélt einn fyrrverandi skjólstæðingur samtakanna því fram að unnusta hans, sem framdi sjálfsví, hafi orðið fyrir miklu andlegu ofbeldi og einelt af hálfu framkvæmdastjóra Hugarafls.

Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að bata sínum. Um efni greinargerða skjólstæðingannar fyrrverandi sagði svo á Vísir.is í september:

„Í þessari samantekt eru frásagnir af einelti, útilokun, ógnarstjórnun og eitraðri framkomu stjórnanda í garð óbreyttra félagsmanna sem í daglegu máli eru kallaðir notendur í tungutaki Hugarafls. Frásagnirnar greina frá því að samtökin séu miklu frekar einskonar sértrúarsöfnuður þar sem stjórnandinn Auður Axelsdóttir og eiginmaður hennar stýra með harðri hendi, á sama tíma og samtökin gefa sig út fyrir að starfa á jafningjagrunni og valdeflingu þar sem allir félagsmenn eigi að vera jafnir gagnvart ákvarðanatöku innan félagsins.

Þar segir að margir hafi hröklast frá samtökunum vegna þessara starfshátta.“

Vilja óháða úttekt

Sævar Þór Jónsson, lögmaður Hugarafls, fjallar um málið í grein á Vísir.is í dag og þar kemur fram að Hugarafl hefur ekki getað fengið aðgang að greinargerðum skjólstæðinganna fyrrverandi þar sem þessar ásakanir um andlegt ofbeldi og ógnarstjórnun eru settar fram, né virðist vera farin í gang rannsókn eða úttekt á þessum ásökunum. Sævar bendir á að stjórnendur Hugarafls séu bundnir trúnaði og geti ekki varið sig fyrir þessum ásökunum. Málið hafi áhrif á styrktaraðila samtakanna sem bíða eftir því að þetta mál skýrist og þar með sé velferð og bati skjólstæðinga samtakanna í húfi.

„Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna,“ segir Sævar í grein sinni.

Í grein Sævars kemur fram, eins og áður hafði raunar komið fram í yfirlýsingu frá Hugarafli, að stjórnendur samtakanna kannast ekki við þær ásakanir komu fram í þætti Stöðvar 2. Áður hafi samtökin hins vegar neyðst til þess að kæra fjölmargar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar.

Kallað hefur verið eftir óháðri úttekt á starfsemi samtakanna en hún hefur ekki farið fram. Málið hefur þó verið í skoðun í fimm mánuði. Sævar segir:

„Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“