fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að rúnta um á stolnum bíl í viku – Handtekinn eftir árekstur í Breiðholti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur gefið út ákæru á á hendur manni á fertugsaldri fyrir ýmis nytjastuldar- og fíkniefnabrot. Maðurinn er ekki skráður með lögheimili og því hefur ekki tekist að birta honum ákæruna. Þar af leiðandi er hún birt í heild sinni í Lögbirtingablaðinu.

Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa stolið bifreið í eigu bílaleigu þann 29. júní í fyrra og nota hana í heimildarleysi í rúma viku allt þar til að hann klessti á kyrrstæða bifreið við fjölbýlishús í Breiðholti.

Maðurinn lagði þá aftur í stæði við fjölbýlishúsið en var skömmu síðar handtekinn af lögreglu. Þá kom í ljós að hann var undir áhrifum margskonar vímuefna, meðal annars amfetamíns, kókaíns og kannabis.

Þá er maðurinn ákærður fyrir reiðhjólastuld úr fjölbýlishúsi í Kópavogi auk þess sem hann var í þremur tilvikum handtekinn með neyslu- og söluskammta af ýmiskonar fíkniefnum. Í eitt skipti var maðurinn handtekinn af lögreglu í smáhýsi við Gufunesveg með söluskammta af amfetamíni og 63 stykki af læknalyfinu rivotril.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi