fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusFréttir

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 09:28

Jólabókaflóðið í ár er veglegt og það er sannað ofurfólk sem tekur þátt í því

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er stundum fleygt fram að á Íslandi séu flestir rithöfundar heims miðað við höfðatölu. Það er líklega alveg hárrétt en mögulega eiga Íslendingar líka flest skúffuskáld miðað við höfðatölu, einstaklinga sem ganga með draum um útgáfu á skáldsögu eða einhverskonar riti.

Ástæðurnar fyrir því af hverju sá draumur raungerist ekki eru eflaust margvíslegar en annríki er klárlega ein ástæða. Það er hægara sagt en gert að ná að hnoða saman drögum að handriti á meðfram því að vinna fulla vinnu og sinna fjölskyldu og vinum.

Sumt fólk virðist hins vegar hafa meiri tíma í sólarhringnum en annað fólk. Fókus tók því saman lista yfir þá þátttakendur í jólabókaflóðinu sem tókst að koma út riti þrátt fyrir að sinna strembnum störfum á öðrum vettvangi.

Borgarstjóri með óð til borgarinnar

Það kom mörgum á óvart þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynnti skyndilega að von væri á bók frá honum en kannski síður að bókin snerist um stjórnmál og Reykjavíkurborg. „Nýja Reykja­vík – umbreyt­ingar í ungri borg“. Bókin er einskonar uppgjör við feril Dags í borgarpólitíkinni sem og óður til borgarinnar sem honum þykir greinilega afar vænt um.

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Seðlabankastjóri í sagnfræðigrúski

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er mikill áhugamaður um sagnfræði og hverskonar grúsk tengt þeim fræðum. Þrátt fyrir annríki í leik og starfi hefur hann fundið sér tíma til þess að taka þann áhuga lengra og gefa út bækur þar sem fjallað er um mikilvæga atburði og einstaklinga í Íslendingasögunni. Í fyrra gaf Ásgeir út bókina „Uppreisn Jóns Arasonar“ og í ár sendir hann frá sér bókina „Eyjan hans Ingólfs“ sem, eins og nafnið gefur til kynna,  fjallar um landnám Íslands.

Fjölmiðlamaður með barnabók

Kjartan Atli Kjartansson er einn fremsti sérfræðingur landsins í körfubolta. Auk annarra starfa í fjölmiðlum hefur hann borið umfjöllun um íslenskan körfubolta á herðum sér auk þess sem að hann sinnir þjálfun yngri flokka hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir annríkið tókst honum líka að skrifa og gefa út fallega barnabók – „Lóa og Börkur – Saman í liði“ sem mikið rétt – fjallar um körfubolta.

Kjartan Atli Kjartansson

Læknirinn sem kann best við sig í eldhúsinu

Ragnar Freyr Ingvarsson hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn helsti matgæðingur þjóðarinnar. Hann hefur gefið út fjölmargar matreiðslubækur en miðað við annríkið í hinni vinnunni þá er það í raun ekkert eðlilega mikið afrek. Ragnar Freyr var til að mynda yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hér á landi en hann er sérhæfður í gigtarlækningum. Í ár gefur hann út hina veglegu bók „Heima hjá lækninum í eldhúsinu“

Ragnar Freyr Ingvarsson

Ofurfólkið Ragnar og Yrsa

Það er orðið eðlilegt að tveir helstu metsöluhöfundar þjóðarinnar taki þátt í jólabókaflóðinu en samt er það bara hreinlega ekkert eðlilegt. Bæði Ragnar og Yrsa sinna öðrum störfum meðfram bókaskrifunum – Ragnar sem lögfræðingur og Yrsa sem verkfræðingur.

Ragnar gefur út bókina „Úti“ í ár og Yrsa bókina „Lok Lok og læs“

Ragnar Jónasson
Yrsa Sigurðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga