fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fréttir

Helgi gengst við ábyrgð – „Bið þess innilega að fyrirgefningabeiðni mín verði tekin til greina“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jóhannesson, lögfræðingur, birti í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagðist undanfarna mánuði hafa unnið með aðstoð fagaðila í sjálfum sér og að það sé ævilangt verkefni að verða að betri manni. Ennfremur sagðist hann hvenær sem er vera tilbúinn að hitta hvern þann sem hann hefur misgert með hegðun sinni, ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni sína augliti til auglitis.

Í októbermánuði var greint frá því að Helgi, sem þá starfaði sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, hefði samið um starfslok sín eftir aðeins rétt rúm tvö ár í starfi. Síðar kom upp á yfirborðið að Helgi hefði látið af störfum í kjölfar þess að kona kvartaði undan hegðun hans en meðal annars hafi hann beint til hennar óviðeigandi orðum, strokið henni án samþykkis og boðið henni að klípa sig í rassinn.

Um síðastliðna helgi rifjaði Telma Halldórsdóttir, lögmaður, upp frásögn sem hún hafði ritað fyrir hönd vinkonu sinnar heitinnar, Kristínar Björgu Pétursdóttur, þegar konur úr réttarvörslukerfinu birtu frásagnir sínar árið 2017 í fyrstu #metoo-bylgjunni. Kristín lenti í kynferðislegri áreitni sem nýútskrifaður lögfræðingur árið 1999, en heimildir DV hermdu að gerandi hennar hafi verið Helgi og að vinnustaðurinn hafi verið lögmannsstofan LEX þar sem Helgi starfaði rúm þrjátíu ár sem lögmaður og eigandi.

Kristín Björg kvartaði undan áreiti kollega síns en var þá sagt upp störfum auk þess sem rógsherferð var sett af stað gegn henni sem skerti verulega möguleika hennar til fram í faginu.

„Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingaherferð í dag þar sem ung kona kemur fram með svona ásökun og það eru komnar sögur út um allt að hún sé lygasjúk, athyglissjúk. Ég vil eiga samtal og ég vil að við ræðum bara gagngert hvernig er tekið á þessum málum frá AÖ,“ var haft eftir Telmu í fréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrr í kvöld.

Sjá einnig: LEX lögmannsstofa tvísaga í svörum – Viðurkenna að mögulega hafi ekki verið rétt brugðist við máli Helga 

Yfirlýsing Helga í heild sinni:

Kæru vinir

Á liðnum dögum hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um óásættanlega framkomu mína, gagnvart konum, í gegnum tíðina. Mér er ljóst að framkoma mín, orðfæri og hegðun hefur sært, móðgað og látið samferðarfólki líða illa í návist minni og á því biðst ég fyrirgefningar.

Ásetningur minn hefur aldrei staðið til að meiða eða særa, en mér er það nú ljóst að ég hef oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum, nokkuð sem ég hugsaði ekki út í þegar atvik áttu sér stað. Fyrir það iðrast ég innilega.

Það er ekki af hroka eða af því ég tek umræðuna ekki alvarlega sem ég hef ekki tjáð mig opinberlega fyrr en nú. Ég geri það svo sannanlega. Ég hef hreinlega ekki treyst mér inn í umræðuna. Nefnd hafa verið ákveðin atvik og vafalaust hef ég með orðum eða athöfnum gerst sekur um slíkt í fleiri tilvikum. Ég ætla ekki að fara efnislega ofan í þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar. Það hjálpar engum að deila um þær atvikalýsingar.

Ég veit að einföld afsökunarbeiðni og iðrun virðist léttvæg undankomuleið úr þeim sárindum sem ég hef valdið. Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess innilega að fyrirgefningabeiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem er tilbúinn til að hitta hvern þann sem ég hef misgert við með hegðun minni og ræða málið og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.

Ég hef undanfarna mánuði verið að vinna með aðstoð fagaðila í sjálfum mér, eins og sagt er. Það er ævilangt verkefni að verða að betri manni og ég er að taka það verkefni alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins

Börn lentu í hrakningum í Grafarholti – Gert að yfirgefa strætó vegna óveðursins
Fréttir
Í gær

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“
Fréttir
Í gær

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“
Fréttir
Í gær

Fréttavaktin: Undiralda í grasrót Vinstri grænna, skóli í skýinu og fataverslun Elvíra

Fréttavaktin: Undiralda í grasrót Vinstri grænna, skóli í skýinu og fataverslun Elvíra
Fréttir
Í gær

Hoppukastalamálið á Akureyri: KA harmar ákærur á hendur sjálfboðaliðum

Hoppukastalamálið á Akureyri: KA harmar ákærur á hendur sjálfboðaliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?