fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ók á lokunarslá við Alþingishúsið þegar hann flúði undan lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um fjórar manneskjur sem væru að sparka í hurðir í Miðborginni. Þegar lögreglan kom á vettvang óku maður og kona á brott á vespu og reyndu að komast undan lögreglunni. Á flóttanum ók ökumaðurinn, karl, á lokunarslá við Alþingishúsið. Konan var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild en hún fann til verkja í baki. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur. Lokunarsláin skemmdist við ákeyrsluna.

Á tólfa tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað á rafhlaupahjóli sem hafði staðið við veitingastað í Miðborginni.

Á sjöunda tímanum í gær varð árekstur í Mosfellsbæ. Tvær bifreiðar skemmdust mikið. Báðir ökumennirnir og einn farþegi voru fluttir með sjúkrabifreiðum á bráðadeild.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og lyfja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”