fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að hinir feitu fitusmáni sig sjálfir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 13:30

Sighvatur Björgvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og ötull greinahöfundur, segir að það sé ekkert athugavert við að benda fólki á að það sé orðið af þungt. Slíkt sé kallað fitusmánun í dag en raunveruleikinn sé sá að þeir sem fitna sjái sjálfir um að fitusmána sig.

Þetta kemur fram í grein sem Sighvatur birti á Kjarnanum í gær.

Sighvatur segir:

„Setjum sem svo, að ég segi við vin minn: „Þú ert orð­inn allt of þung­ur. Það veldur öll­um, sem þér þykir vænt um, sál­arkvölum – kon­unni þinni, börn­unum þín­um, vin­unum þínum – og sjálfum þér miklu heilsutjón­i“, þá telst ég vera að fitu­smána vin minn alger­lega að ósekju og sjálfum mér til mik­ils ámæl­is. Sá vinur minn, sem orð­inn er 140 til 150 kg. á þyngd, hefur alger­lega séð um það sjálfur að fitu­smána sig. Á við engan annan en sjálfan sig að sakast og getur til einskis ann­ars leitað en fyrst og fremst til sjálfs sín að takast á við það vanda­mál sitt með árangri og með ann­ari hjálp, sem hinn fitu­smáði verður þó sjálfur og einn að bera sig eft­ir.“

Tilefni greinar Sighvats er umfjöllun Kveiks á RÚV um offitu barna en í þættinum kom fram að vandamálið er stærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Sighvatur bendir á að í hans ungdæmi á Ísafirði hafi aðeins verið einn feitur skóladrengur og hann hafi verið kallaðu Nonni feiti. Sighvatur telur að ástæðan fyrir því að offita meðal barna hafi verið svo lítil áður fyrr samanborið við samtímann sé sú að áður fyrr hafi foreldrar borið ábyrgð á uppeldi barna sinna:

„Nei, það var ein­fald­lega vegna þess, að upp­eldi barna var í höndum for­eldra. For­eldr­arnir vissu hvaða matur væri heilsu­sam­leg­ur. For­eldr­arnir réðu hverjir vasa­pen­ingar barn­anna voru og studdu það síður en svo, að þeir pen­ing­ar, sem for­eldr­arnir veittu okkur börn­un­um, væru not­aðir til þess að kaupa ein­tómt slikk­eri og gos­drykki – hvað þá heldur hættu­lega orku­drykki eða koff­ín­drykki eins og nú tíðkast en þá voru ekki til. Heilsu­gæslu­stöð var þá ekki til vestur á Ísa­firði, en hann Ragn­ar, heim­il­is­lækn­ir­inn okk­ar, þurfti mér vit­an­lega aldrei að ráð­leggja for­eldrum mínum eitt né neitt til þess að halda mér burtu frá offitu. Það gerð­ist ein­fald­lega af sjálfu sér – eins og það virð­ist ger­ast af sjálfu sér að börnin á þessum slóðum séu nú orðin í meiri ofþyngd en nokk­urs staðar ann­ars staðar á land­inu. Og í Kveik virt­ist vera að það væri sök heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar. Þar þyrfti fleiri starfs­menn: Lík­amsþjálfa, fæðu­speci­alista, fjöl­skyldu­ráð­gjafa, mennt­aða fag­menn og fag­kon­ur. Aldeilis hreint ekki neina fitu­smán­ara.“

Aðeins hinn feiti beri ábyrgð á offitunni

Sighvatur segist sjálfur hafa glímt við offitu á miðjum aldri en hann hafi tekist á við vandann. Ofþyngdinni hafi fylgt veikindi sem honum hafi tekist að yfirstíga. Ofþyngdin hafi jafnframt minnkað, leikur enginn vafi á því í huga Sighvats hver sé ástæðan fyrir því:

„Ofþyngdin hefur líka dal­að. Veru­lega. Hvers vegna? Vegna þess, að ég bar sjálfur ábyrgð á því hvernig komið var. Og ég bar sjálfur og ber ábyrgð á því að hafa tek­ist á við vanda­málið – og náð árangri. Það hefur eng­inn gert fyrir mig. Engin heilsu­gæslu­stöð. Eng­inn fjöl­skyldu­ráð­gjafi, Eng­inn nær­ing­ar­fræð­ing­ur. Eng­inn opin­ber starfs­mað­ur. For­eldr­arnir öxl­uðu ábyrgð­ina á mér á meðan ég var barn. Sjálfur hef ég þurft að axla ábyrgð­ina síð­an. Ég – eins og við öll – veit hver ber ábyrgð­ina. Ég – eins og við öll – veit hvernig á að takast á við vanda­mál­ið. Ég – eins og við öll – veit að orðið „fitu­smán­un“ á við þann, sem þannig hefur sjálfur smánað sig en ekki hinn, sem bendir á hvað hefur gerst og hvetur þann, sem ábyrgð­ina ber, til þess að takast á við sitt eigið vanda­mál.“

Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi segir að eftir barnæskuna beri aðeins hinn feiti ábyrgð á offitu sinni. Sá sem fitusmánaði sig sjálfur, þ.e. hinn feiti, sé sá eini sem geti unnið bug á vandamálinu. Til þess þurfi vilja til að ná árangri.

Sjá grein Sighvats

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar