fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Örvar segist mæta til vinnu hjá Icelandair hálf skjálfandi af ótta – „Þetta er komið gott“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 06:45

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er staðan hins vegar þannig að maður mætir hálf skjálfandi til vinnu af ótta yfir því hvaða breytingar kunni að bíða manns,“ segir í grein sem Örvar Ragnarsson, öryggistrúnaðarumaður og hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli, skrifar í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Virðing fyrir starfsfólki, virðing fyrir öryggi“.

Í grein sinni segir Örvar að hann hafi starfað við innanlandsflug síðustu 25 árin, í hlaðdeildinni á Reykjavíkurflugvelli. „Verkstjórarnir þar hafa alltaf getað gengið að því vísu, að þegar þeir kalla eftir mér þá er öllu hent frá og ég mæti. Þetta hlýtur að hafa verið góður vinnustaður úr því að maður hefur starfað þarna þetta lengi í lægsta launaþrepinu innan fluggeirans,“ segir hann.

En nú eru breyttir tímar segir hann: „Nú er staðan hins vegar þannig að maður mætir hálf skjálfandi til vinnu af ótta yfir því hvaða breytingar kunni að bíða manns,“ segir hann og bætir við að á einni vakt færi hann að meðaltali 5 tonn úr stað og gangi 25 kílómetra.

En þetta virðist ekki nægja yfirmönnum að hans sögn því hann segir að síðasta árið hafi einkennst af endalausum árásum þeirra á undirmenn sína. Þetta snúist um að fækka undirmönnunum enn frekar og bæta á þá nýjum verkefnum og það þrátt fyrir að þeir komist ekki með góðu móti yfir þau verkefni sem þeir sinna nú þegar. „Nýjasta útspil þessara yfirmanna var að segja upp starfandi trúnaðarmanni og öryggistrúnaðarmanni okkar, Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, á sama tíma og hún sinnti því hlutverki sínu að standa vörð um öryggi og réttindi okkar vinnufélaganna,“ segir hann.

Í lokin kemur hann síðan með áskorun til Icelandair: „Þetta er komið gott. Ég vil ekkert nema mæta til minnar vinnu og sinna henni af kostgæfni. Ég skora á Icelandair í fyrsta lagi að draga til baka uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur, í öðru lagi að sýna okkur hlaðmönnum á Reykjavíkurflugvelli virðingu og í þriðja lagi að eiga eðlileg samskipti við okkur um að skipuleggja vinnuna þannig að öryggi allra sé í fyrirrúmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband