fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

5 þúsund kjötsúpuskammtar runnu ofan í gesti á Kjötsúpudeginum – „Við erum í skýjunum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 11:50

Mynd/Bændasamtökin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjötsúpudeginum var fagnað í 18. sinn á laugardaginn á Skólavörðustíg, en fögnuðurinn er einn af fyrstu sjálfsprottnu hátíðum miðbæjarins sem á rætur að rekja til þess þegar Ófeigur Björnsson í Gullsmiðju Ófeigs og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni leiddu saman hesta sína til að gera daginn á veruleika og vekja með því athygli á Skólavörðustíg og þeirri verslun og þjónustu sem þar er boðið upp á.

Mynd/Bændasamtökin

Þá var ákveðið að halda hátíðina á fyrsta vetrardeginum þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bændasamtökum Íslands. Þar kemur fram að Kjötsúpudagurinn í ár hafi verið líflegur.

„Óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið síðastliðinn laugardag á Skólavörðustíg þegar fyrsta vetrardegi var fagnað og veitinga- og verslunarmenn ásamt bændum buðu upp á sjö kjötsúpustöðvar um allan stíginn þar sem hver og einn hafði sína útgáfu af þjóðarrétti Íslendinga.“

Áætlað er að um 5 þúsund fjölbreyttir kjötsúpuskammtar hafi runnið ofan í gesti og gangandi.

Mynd/Bændasamtökin

„Við erum í skýjunum með þennan dag og viðtökurnar sem við fengum á öllum súpustöðvunum. Það var mikið þakklæti hjá Íslendingum og erlendu ferðamönnunum sem áttu leið hjá og nú sem fyrr kláruðust allir súpuskammtarnir töluvert fyrir auglýstan lokunartíma svo fólk kann vel að meta þetta framtak. Örlítill rigningarskúr sem kom á tímabili virtist ekki hafa mikil áhrif og var almenn ánægja með fjölbreytni á kjötsúpustöðvunum þar sem þjóðarrétti Íslendinga var gert hátt undir höfði,“ segir Gústav Axel Gunnlaugsson veitingamaður á Sjávargrillinu í tilkynningu.

Mynd/Bændasamtökin

„Við hvetjum auðvitað Íslendinga til að elda kjötsúpu heima á næstunni í öllum þeim útgáfum sem leynast í eldhúsum landsmanna, og fólk haldi þessari hefð okkar á lofti um ókomin ár. Matarmenningin okkar er auðlind sem við þurfum að hlúa að og kynna fyrir ungu fólki og erlendum gestum.“ Segir Hafliði Halldórsson verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.

Mynd/Bændasamtökin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst