fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 08:00

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, telur að eldgosið á Reykjanesskaga sé nú á lokametrunum. Enn mælist lítils háttar gasútstreymi úr gígnum og hrauninu að hans sögn og sýni það að enn sé líf í gosinu en þó lítið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Gosið hófst 19. mars en rólegt hefur verið yfir því síðustu vikur. Því verður þó ekki formlega lýst sem loknu fyrr en það hefur verið stopp í þrjá mánuði hið minnast. Fimm vikur eru síðan hraun rann síðast frá því og því munu að minnsta kosti tæpir tveir mánuðir líða þar til goslokum verður lýst yfir.

Þriggja mánaða reglan byggist á gildandi viðmiðum. Í gosinu í Eyjafjallajökli 2010 varð umbrota síðast vart 6. og 7. júní . goslokum var þó ekki lýst yfir fyrr en langt var liðið á október.

„Þegar kraftur í gosinu við Grindavík var mestur hefur hraunstreymið verið á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu. Til að gosrás haldist opin þarf straumur glóandi hrauns að vera þrír rúmmetrar á hverri sekúndu og framleiðslan við Fagradalsfjall er núna komin langt þar undir. Útstreymi gosefna nú er sáralítið,“ er haft eftir Þorvaldi.

Hann sagði jafnframt að jarðhræringarnar við Keili á dögunum séu vísbending um að kvika sé enn í jörðu á skaganum en hún sé í lágmarki. „Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum