fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Reykjanes

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði í Svartsengi vegna kvikuhlaups við Sundhnjúkagígaröðina og eldgossins í framhaldinu. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að rýmingin gekk vel og eru gestir komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima. Gestum er þakkað fyrir góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð Lesa meira

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Eldgos er hafið á Reykjanesi, að öllum líkindum á Sundhnjúkagígaröðinni. Þar hófst skyndilega mikil jarðskjálftavirkni fyrr í kvöld. Send hafa verið út neyðarboð til þeirra sem eru á svæðinu, til að mynda gestum Bláa Lónsins, um að rýma svæðið tafarlaust. Rýming í Grindavík stendur yfir, en gist hefur verið í um 50 húsum þar undanfarnar Lesa meira

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar

Fréttir
23.08.2024

Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk um að fara varlega og gæta að öryggi sínu hyggist það skoða eldgosið sem hófst í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að í nótt þurfti að sækja göngumann á svæðinu sem féll í sprungu, slasaðist hann eitthvað. Hámarkshraði á Reykjanesbraut milli Grindavíkurvegar og Vogavegar hefur verið lækkaður Lesa meira

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum

Fréttir
22.08.2024

Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnasvæði vegna jarðhræringa sem hafa mælst við Sundhnjúkagígaröðina í kvöld og eldgossins í framhaldinu.    Áætlað að um 1.300 manns, gestir og starfsfólk, hafi verið við starfsstöðvar félagsins í Svartsengi á þeim tíma er rýmingin hófst.   Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að það hafi tekið um Lesa meira

Gos er hafið á Reykjanesi

Gos er hafið á Reykjanesi

Fréttir
22.08.2024

Veðurstofa Íslands hefur virkjað viðbragð vegna yfirvofandi kvikuhlaups við Grindavík. Skjálftavirkni hefur aukist og þrýstingsbreytingar hafa verið í borholum. Rýming stendur yfir í Bláa lóninu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali að búið sé að kalla út björgunarsveitir á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og Ölfusi. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, náði líklega fyrstu Lesa meira

Hraun runnið yfir Grindavíkurveg

Hraun runnið yfir Grindavíkurveg

Fréttir
08.06.2024

Hraun hefur nú runnið yfir Grindarvíkurveg rétt norðan við varnargarðana við Bláa lónið. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst framskriðið og náði hraunið veginum kl 10:40, eins og segir í færslu Veðurstofu Íslands á Facebook. Unnið var að lokun skarðsins í varnargarðinum frá Lesa meira

Guðjón birtir magnað myndskeið sem sýnir hreyfinguna á jörðinni rétt áður en gosið byrjaði

Guðjón birtir magnað myndskeið sem sýnir hreyfinguna á jörðinni rétt áður en gosið byrjaði

Fréttir
30.05.2024

Guðjón Rafnar Rúnarsson birti í gærkvöldi býsna athyglisvert myndband sem sýnir þá miklu krafta sem leynast í iðrum jarðar. Myndbandið sýnir nefnilega glöggt hreyfinguna sem varð á jarðskorpunni um það leyti sem gosið byrjaði. Myndbandið byrjar þegar klukkan er um það bil tólf á hádegi en um klukkustund áður sendu Almannavarnir frá sér tilkynningu um Lesa meira

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Fréttir
30.05.2024

Virknin í eldgosinu norðan við Sýlingarfell á Reykjanesskaga var á svipuðum nótum í alla nótt. Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíu leytið í gærkvöldi. Takmarkað skyggni var á svæðinu í nótt og fram á morgun. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Allir mættu nema Mbappe