fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fréttir

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 24. október 2021 12:40

Saklausir menn mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar hafa á þessu ári verið sýknaðir af morðákærum saksóknara íslenska ríkisins. Afar fátítt að menn séu ákærðir fyrir morð á Íslandi enda slíkir glæpir, blessunarlega, af skornum skammti hér á landi. Enn sjaldgæfara er að menn séu sýknaðir á efnislegum forsendum af dómstólum eftir að hafa verið rannsakaðir og ákærðir fyrir slíka glæpi.

Öllu algengara er að menn séu sýknaðir sökum ósakhæfis, en í því felst þó engin yfirlýsing um að viðkomandi hafi ekki sannarlega framið verknaðinn. Þannig var það til að mynda í máli héraðssaksóknara gegn Marek Moszczynski sem sakaður var um að hafa banað þremur með því að kveikja í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020. Marek var sýknaður sökum ósakhæfis, en þess í stað var hann dæmdur til þess að sæta vistun á viðeigandi réttargæslustofnun. Ættingjum fórnarlamba brunans sem og þeim sem bjuggu í húsinu voru í því máli dæmdar bætur á grunni ákvæðis í Jónsbók frá árinu 1281.

Marek er fjarri því sá eini sem sýknaður hefur verið sökum ósakhæfis. Raunar er það býsna algengt í morðmálum hér á landi. Árið 2001 var 25 ára gamall metinn ósakhæfur eftir að hafa verið ákærður fyrir að stinga mann með hníf, lemja hann með kylfu og kæfa með plastpoka. Sömu sögu var að segja eftir hnífaárás á heimili í Reykjavík ári síðar, og aftur tveimur árum eftir það í enn einni hnífaárásinni.

Þá voru þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sýknaðir árið 2017 í Hæstarétti af ákæru um að hafa valdið dauða samfanga þeirra á Litla Hrauni fjórum árum áður. Þeir voru hins vegar ekki ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði, heldur stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða fórnarlambsins.

Sakfelldur fyrst en sýknaður svo

Einn þeirra fjögurra sem sýknaður hefur verið af ákæru fyrir morð á þessu ári var reyndar sakfelldur fyrst í héraðsdómi og dæmdur í 16 ára fangelsi. Var hann þar sagður hafa lamið og síðar kastað öðrum manni fram af svölum í Úlfarsárdalnum í desember 2019. Landsréttur hins vegar sagði ekki nægar sannanir til staðar til þess að sakfella Arturas Leimontas, karlmann á sextugsaldri frá Litháen, fyrir morðið. Þannig voru til dæmis engin vitni að því hvað átti sér stað á svölunum þessa örlagaríku nótt. Er framburður vitna sem sáu rifrildi milli mannanna inni í íbúðinni rakinn í dómi Landsréttar, en síðar segir:

Ekkert af framangreindu sannar hins vegar það sem ákærða er gefið að sök, sem er að hafa veist með ofbeldi að brotaþola á svölum íbúðarinnar, slegið hann hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum. Um þetta bar ekkert vitni.

Landsréttur, sem fyrr sagði, sýknaði manninn í júní á þessu ári. Sakarkostnaður sem Arturas var dæmdur til þess að greiða í héraðsdómi, 2,9 milljónir, málsvarnarlaun verjanda síns í héraðsdómi, 8,6 milljónir, auk kostnaðs vegna áfrýjunar til Landsréttar, 4,2 milljónir, féll á ríkið.

Samtals 15,7 milljónir.

Allar líkur á áfrýjun

Í vikunni féll svo dómur yfir fjórmenningunum sem ákærðir voru fyrir morð og aðild að morði á Armando Beqirai. Þrír þeirra voru sýknaðir. Sá eini sem sakfelldur var fyrir morðið, játaði verknaðinn. Hlaut sakfelldi, Angjelin Sterkaj, 16 ára fangelsi.

Þó héraðssaksóknari hafi sótt málið er það embætti ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um áfrýjun opinberra sakamála og hefur til þess fjórar vikur. Það sama gildir um Angjelin, sem hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi dóminum yfir sér. Hvernig sem það gerist, þá eru allar líkur á að málið endi í Landsrétti og fari jafnvel alla leið í Hæstarétt, enda eru lögfræðileg álitaefni í dómnum þannig að um fordæmisgefandi mál geti verið að ræða. Þannig þarf að hafa þann fyrirvara á að sýknudómar geta breyst.

Tug milljóna kostnaður á ríkið

Hins vegar standa málin þannig nú, að tveir karlmenn og kona hafa þurft að sæta því að vera ásökuð um morð af íslenska ríkinu, sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins með tilheyrandi álitshnekkjum og tekjutapi. Fjölmargir aðrir voru svo látnir sæta stöðu grunaðs og gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins. Hafa hið minnsta nokkrir þeirra þegar boðað skaða- og miskabótamál.

Fyrir utan hugsanlegar miska- og skaðabætur sem ríkið gæti þurft að greiða vegna málsins, verði þetta loka niðurstaða í málinu að meðferð Landsréttar lokinni, þarf ríkið að greiða málsvarnarlaun þeirra sýknuðu í málinu.

Sá kostnaður nemur samtals 52 milljónum, rúmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“
Fréttir
Í gær

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“
Fastir pennarFréttir
Fyrir 2 dögum

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist