fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. desember árið 2016 var ekið á konu sem var gangandi vegfarandi, er bíll fór yfir á rauðu ljósi. Konan varð fyrir varanlegu tjóni vegna slyssins og varð óvinnufær. Tryggingafélag bíleigandans, Vörður tryggingar hf, greiddi henni bætur árið 2019 á grundvelli þess mats sem þá lá fyrir á tjóni konunnar. Konan tók við þeim bótum með fyrirvara um að matið væri rétt.

Hún gerði tvenns konar athugasemdir við niðurstöðu tryggingafélagsins, annars vegar taldi hún tryggingafélagið ekki taka nægilega mikið mið af glötuðum lífeyrisréttindum hennar sem hún ella hefði safnað væri hún vinnufær. Hins vegar mótmælti hún því að tryggingafélagið hefði ekki greitt fyrir tiltekin álit matsmanna, sem konan hafði aflað sér, vegna þess að tryggingafélagið taldi þau vera óþörf.

Konan stefndi Verði tryggingum en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. október síðastliðinn.

Krafa konunnar til Varðar var eftirfarandi samkvæmt texta dómsins:

„Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða henni 9.004.661 krónu með 4,5% ársvöxtum af 7.456.000 krónum frá 11. febrúar 2018
til 16. febrúar 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. febrúar 2020 til greiðsludags, allt að frádregnum 434.807 krónum sem voru greiddar 16. september 2021. Þá er krafist málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál.“

Vörður krafðist sýknu en til vara verulegrar lækkunar á kröfum konunnar.

Það var niðurstaða dómsins að Vörður hefði að miklu leyti tekið tillit til skertra lífeyrisréttinda konunnar við útreikninga sína en þó ekki fyllilega. Ennfremur var það niðurstaða dómsins að tryggingafélaginu bæri að bera kostnað vegna álits matsmanna. Það síðarnefnda flokkar dómurinn sem málskostnað og dæmir Vöðrð til að greiða henni 532.000 krónur vegna vottorðanna. Ennfremur skal Vörður greiða konunni rúmlega eina milljón með dráttarvöxtum frá 30. júlí 2020.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“