fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Varasöm könguló fannst í vínberjaklasa – „Af henni fer illt orðspor“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. október 2021 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum barst Náttúrufræðistofnun Íslands eintak af könguló sem að fannst í vínberjaklasa hérlendis. Um er að ræða fyrsta fund slíkrar köngulóar, sem nefnist brown recluse á ensku, hérlendis en í færslu á Facebook-síðunni Heimur Smárdýranna skrifar Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, að starfsmenn NÍ kannist þó við köngulóina því af henni fari illt orðspor.

„Ekki er það ætlan mín að hrella mannskapinn þó ég dvelji áfram við svipað heygarðshorn og síðast en fá kvikindi þykja mér jafn aðdáunarverð og köngulær. Ég má því til með að kynna til sögu enn eina slíka sem barst okkur á Náttúrufræðistofnun nýlega. Margir kannast við enskt heiti hennar brown recluse. Ég hef valið henni íslenskt heiti, fiðlukönguló, vegna fiðlulaga merkis á baki höfuðbols. Þá tegund höfðum við á NÍ ekki áður fengið í hendur en könnuðumst þó við hana því af henni fer illt orðspor,“ skrifar Erling.

Þá segir hann að í heimkynnum tegundarinnar í Norður-Ameríku óttast fólk bit hennar.

„Segja má að hún sé á pari við ekkjuköngulær því fágæt bit hennar geta reynst ámóta varasöm, jafnvel banvæn í undantekningartilvikum þó. Eituráhrifa gætir einna helst í húð en eitrið getur valdið frumudrepi sem myndar stór opin sár. Einnig getur fólk orðið illa veikt vegna áhrifa á innri líkamsstarfsemi. Að vanda er ungum börnum, gamlingjum og fólki með laskað ónæmiskerfi hættast við. Sjaldnast eru áhrifin þó alvarleg og því fer fjarri að köngulóin sé árásargjörn. Köngulóin sem okkur barst hafði hreiðrað um sig í vefhjúp inni í rauðum vínberjaklasa og var þar með eggjasekk sem sjá má á myndinni.“

Hér má lesa færslu Erlings í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala