fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Nýr landnemi í náttúru Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. október 2021 13:23

Sindraskel - Mynd / Sindri Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ljóst að nýr landnemi hefur fest sig í sessi í íslenskri náttúru.  Um er að ræða svokallaða sindraskel (e. Ensis terranovensis) sem til þessa hefur aðeins fundist við Nýfundaland. Þetta kemur fram í frétt á vef Náttúruminjasafn Íslands.

Þar kemur fram að á gamlársdag 2020 fundust nokkrar dauðar hnífskeljar í fjöru í Hvalfirði og skömmu síðar fannst lifandi samloka í fjörunni við ósa Hafnarár í mynni Borgarfjarðar.  Áður höfðu fundist tvö eintök, reyndar annarrar tegundar, dauð í fjöru við Lónsfjörð árið 1957 og því liðu 63 ár þar til vart var við slíkar skeljar að nýju.

Sex tegundir hnífskelja hafa fundist í norðanverðu Atlantshafi. Samlokurnar eru langar, mjóar og skelbrúnirnar hnífbeittar. Þær líkjast helst gamaldags rakhnífum og þaðan er komið enskt heiti þeirra razor clams. Hnífskeljarnar verða allt að 20 cm langar og þykja hnossgæti.

Nánar er fjallað um fundinn á vef NMSI. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn
Fréttir
Í gær

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna
Fréttir
Í gær

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt
Fréttir
Í gær

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“
Fréttir
Í gær

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik