fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

Kristjón Kormákur ritstýrir 24.is nýjum frétta- og mannlífsmiðli – „Ég hef horft uppá þá sem stýra fjölmiðlum ganga um fé eigenda á skítugum skónum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. október 2021 09:10

Kristjón Kormákur Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr frétta- og mannlífsmiðilll, 24 – ÞÍNAR FRÉTTIR  hefur opnað á vefslóðinni 24.is.  Ritstjóri hins nýja fjölmiðils, Kristjón Kormákur Guðjónsson, lýsir 24 á þá leið að um sé að ræða framsækinn fjölmiðil sem leggi áherslu á dýpt og gæði í efnisvali. Kristjón á langan og farsælan feril að baki í blaðamennsku. Hann hefur ritstýrt Pressunni, DV, Hringbraut og Fréttabladid.is. Síðast starfaði Kristjón fyrir Wikileaks en fyrr á árinu aðstoðaði hann í tengslum við mál sem rekið er gegn Julian Assange í Bandaríkjunum.

Sunna Rós Víðisdóttir

Í fréttatilkynningu kemur fram að 24.is er frjáls og óháður fjölmiðill sem alfarið er í eigu starfsmanna fjölmiðilsins. Stofnendur eru auk Kristjóns Kormáks þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason.

Tómas Valgeirsson

„Við birtum ekki allar fréttir en við birtum þínar fréttir. Á 24.is verðum við gagnrýnin og beitt en leggjum líka áherslu á hið jákvæða og mannlega um allt land,“ segir Kristjón Kormákur.

Fjölmiðillinn mun birta daglega áhugavert og mannlegt efni á fréttavef sínum, 24.is. Síðar í vetur er stefnt á útgáfu prentaðs blaðs sem fyrst um sinn verður gefið út mánaðarlega og dreift um allt land. Þá opnar innan tíðar Stúdíó 24 í höfuðstöðvum fjölmiðilsins að Síðumúla 28. Þar verða tekin upp hlaðvörp bæði í hljóði og mynd.

„Fjölmiðillinn býður lesendum uppá  öfluga rannsóknarblaðamennsku, beittar greinar, áhugaverð viðtöl, umfjöllun um stjórnmál, menningu og heilsu. Svo verðum rödd þeirra sem eru of brotnir til að tala eða misstu trúna á réttlæti og sanngirni,“ segir Kristjón Kormákur og bætir við að nú þegar hafi verið gengið frá ráðningu á tveimur blaðamönnum og fljótlega bætast aðrir tveir í hópinn.

Guðbjarni Traustason mun setjast í stól framkvæmdastjóra. Hann hefur áður verið sölustjóri á flestum stærstu fjölmiðlum landsins.

„Síðustu vikur höfum við verið að kynna fjölmiðlinn fyrir fólki og stjórnendum fyrirtækja. Okkur hefur verið tekið framar vonum og af miklum áhuga. Nú þegar höfum við gert fjölda samninga við hin ýmsu fyrirtæki og ég finn að það er köllun eftir fjölmiðli eins og 24, þar sem er líka uppbyggilegt og jákvætt efni að finna,“ segir Guðbjarni Traustason.

Guðbjarni Traustason, framkvæmdastjóri 24.is

Hefði viljað sjá nafn sitt rétt skrifað

Það er ekki hægt að sleppa ritstjóranum án þess að spyrja hann út í skrif sem birtust á vef Mannlífs í slúðurdálkinum Orðrómur. Þar sagði að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefði gert tilboð í DV fyrir hönd leynihóps en tilboðinu hafi verið hafnað. Þá kom fram að getgátur væru uppi um að Sveinn Andri væri að ganga erinda Kristjóns Kormáks fyrrum ritstjóra DV sem gæti vel hugsað sér að ná undir sig sínum gamla fjölmiðli.

Kristjón Kormákur hlær og gefur lítið fyrir þessar getgátur.

„Ég er að stofna nýjan fjölmiðil því ég hef trú á að hægt sé að reka fjölmiðil, sem er bæði vandaður og vinsæll, réttum megin við núllið. Ég hef horft uppá þá sem stýra fjölmiðlum ganga um fé eigenda á skítugum skónum.“

Kristjón Kormákur kveðst auðveldlega geta gert hinum ýmsu fjölmiðlum skaða með þeim innherja upplýsingum sem hann býr yfir og þannig valdið þeim skaða.

„Ég hef engan áhuga á að eltast við slíkt, heldur einbeita mér að því að láta gott af mér leiða í samfélaginu með vinum mínum á 24.is.Ég hef engan áhuga á að standa í leðjuslag við þá sem stýra öðrum fjölmiðlum. Íslenskir fjölmiðlar eiga frekar að standa saman en að hjóla í hvorn annan eða láta eigendur misnota sig. Ég vil þó taka fram að margt er afar vel gert í erfiðu íslensku fjölmiðlaumhverfi og mætti sjá íslenska fjölmiðla oftar standa sama, því saman erum við sterkari,“ segir Kristjón og bætir við: „Eina sem ég hef út á þennan undarlega og fjarstæðukennda orðróm að setja er að Reynir gat ekki skrifað nafnið mitt rétt. Síðan hef ég bara eitt að segja að lokum og það er þetta: Við erum 24.is og við birtum þínar fréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Föðurbróðir ráðherra finnst ekki – Fjölskylduerjur leiða til dómsmáls um innbrot

Föðurbróðir ráðherra finnst ekki – Fjölskylduerjur leiða til dómsmáls um innbrot