fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Íslenskir foreldrar í losti – „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir eru það sjónvarpsþættirnir Squid Game sem eru það vinsælasta í dægurmenningunni, bæði hér á Íslandi, sem og erlendis. Um er að ræða kóreskan spennutrylli sem sýndur er á Netflix og er ætlaður fólki sem er sextán ára eða eldri.

Þessir þættir eru þó gríðarlega vinsælir meðal barna. Mikið fer fyrir þáttunum og efni tengdum þeim á samfélagsmiðlinum TikTok og í tölvuleiknum Roblox. Börn í grunnskólum landsins leika sér í Squid Game-leikjum, og foreldrar eru að undirbúa búninga í anda þáttanna handa börnum sínum fyrir komandi hrekkjavöku.

Ekki eru allir foreldrar sáttir með þetta, en á Facebook-hópnum Mæðratips myndaðist mikil umræða um að börn væru að horfa á þættina. Þannig er nefnilega mál með vexti að mikið og gróft ofbeldi birtist í þáttunum, sem útskýrir sextán ára-aldurslímmiðann

„Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“

„[Þættirnir eru] með því ógeðfelldara sem ég hef séð og myndi aldrei leyfa börnunum mínum að horfa á þá, enda bannaðir innan 16. Samt er ég að heyra um börn niður í þriðja bekk sem eru búin að horfa á þá og frímínútur í þriðja bekk eru herteknar af squidgames leikjum.“ segir í færslu áhyggjufullrar móður, sem spyr hreinlega: „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja, eða hvað er málið? Eru það heilasletturnar sem heilla, eða kannski frábært framtíðaratvinnutækifæri í að ræna líffærum? Ég bara skil þetta engan veginn. Er ég óhóflega viðkvæm?“

Færsla hennar bjó til miklar umræður. „Ég er að horfa á þessa þætti og þeir eru ógeð! Myndi aldrei í lífinu leyfa mínum 9 ára að horfa.“ sagði ein móðir, og önnur sagðist hafa fengið tölvupóst frá kennara vegna þáttanna, þar sem sex ára gömul börn höfðu séð þá: „Ég ásamt öllum öðrum foreldrum barnanna í sama bekk og dóttir mín fengum tölvupóst frá umsjónarkennara í dag, okkur var tjáð að umræðan um þessa þætti er væri mjög mikil. Börnin hafa lýst í smáatriðum atriðum úr þáttunum fyrir samnemendur sína svo að kennarar heyrðu til. Þessi börn eru 6 ára gömul! Það hefur ekkert barn þroska til þess að horfa á svona viðbjóð.“

Segir þættina minna á Auschwitz

Annar þráður varðandi þættina spratt fram á Mæðratips. Þar sagði kona að þættirnir minntu á útrýmingarbúðir nasista. „Úffff þessir þættir eru mest brútalt sem ég hef séð og kallaði fram tilfinningar hjá mér og hugsanir um Auschwitz útrýmingarbúðirnar. Mjög sérstakt að maður horfi á þetta, þetta er svo hrikalegt alveg! En eitthvað í mannskepnunni er dýrslegt… úfff myndi bara ekki vilja að nein börn myndu sjá þennan hrylling… sem maður hefur ekki á neinn hátt hugmyndaflug í sjálfur.“

Í svari við þeirri færslu viðurkenndi ein móðir að barnið sitt hefði séð þættina. Hún spurði kaldhæðnislega hvort hún ætti að fá verðlaun fyrir uppeldið sitt. „Minn er í 4. bekk og horfði á þetta eiginlega um leið og þetta kom út, ég vissi ekki af því. Mömmuverðlaun fyrir mig?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi