fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Skötufirði – Skilaboð frá fjölskyldunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 13:11

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tomasz Majewski, sem missti eiginkonu sína og ungt barn, eftir slysið í Skötufirði í Ísfjarðardjúpi, þegar bíll fólksins lenti í sjónum, vill ásamt fjölskyldu sinni koma þakklæti á framfæri til vegfarenda sem komu fyrstir vettvang slyssins, til allra viðbragðsaðila sem voru kallaðir út og til starfsfólks á Landspítala. Einnig þakkar fólkið þann samhug sem almenningur hefur sýnt við fráfall Kamilu Majewski, eiginkonunnar, og litla drengsins Mikolaj. Fjölskyldan var búsett á Flateyri og slysið varð á leið hjónanna þangað frá Keflavíkurflugvelli.
Kveðjan er send í gegnum Lögregluna á Vestjförðum sem birti eftirfarandi tilkynning:
„Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og alla viðbragðsaðila, þegar banaslysið varð í Skötufirði laugardaginn 16. janúar sl. Kveðjan er svohljóðandi:
Tomasz Majewski og fjölskylda hans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði s.l. laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólks Landspítalans.
Sömuleiðis þakka þau fyrir þann mikla samhug sem þau hafa fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu og Mikolaj.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi