fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Seljaskólaperrinn lét aftur til skarar skríða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 13:52

Seljaskóli. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem beraði sig fyrir framan skólabörn í Seljaskóla í gær lét aftur til skarar skríða í dag. Svo virðist sem lögreglu hafi ekki tekist að hafa hendur í hári hans.

Í nýjum tölvupósti frá skólastjóra Seljaskóla til forráðamanna barna segir að gæsla við skólann í frímínútum hafi verið aukin og óskað hafi verið eftir að lögregla yrði í nágrenni skólans í kringum frímínútur. Auk þess var brýnt fyrir nemendum að yfirgefa ekki lóðina. Síðan segir:

„Því  miður og þrátt fyrir þessar aðgerðir hefur í dag annað álíka atvik komið upp rétt utan við skólalóð okkar og er það nú í rannsókn hjá lögreglu. Í kjölfar þessa höfum við ákveðið að nemendur skólans verði inni í skólahúsnæðinu í frímínútum dagsins. Skólinn vinnur áfram í þéttu samstarfi við lögregluna sem leggur mikla áherslu á að leysa málið. Haft hefur verið samband við forráðamann þess barns sem varð fyrir atvikinu í dag og mun frístundaheimilum og Íþróttafélagi Reykjavíkur gert vart við þær aðgerðir sem við höfum gripið til.“

Segir í niðurlagi bréfsins að tilhögun frímínútna morgundagsins verði ákveðin í samráði við lögreglu.

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar. Málið er sagt vera á borði miðlægrar rannsóknadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi