fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Aron Pálma selur sig úr stigagangi afreksmannanna: Vill fá tæpa 61 milljón fyrir íbúð í Urriðaholti

Fókus
Föstudaginn 18. júní 2021 16:20

Myndin er samsett - Mynd af húsinu í bakgrunni: Hraunhamar fasteignasala

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson freistar þess nú að selja fallega íbúð í Urriðaholtinu í Garðabæ. Íbúðin, sem er í fjölbýlishúsi við Holtsveg 18, er 111,1 fermetrar að stærð og er ásett verð 60,9 milljónir króna. Íbúðina keypti Aron í gegnum eignarhaldsfélag sitt AP24 ehf., í maí 2018 og var kaupverðið 51,5 milljónir króna og hefur íbúðin verið í útleigu.

Athygli vekur að húsið við Holtveg 18 er afar vinsælt meðal afreksíþróttamanna. Þannig býr handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson í stigaganginum ásamt fjölskyldu sinni og þá á besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, einnig íbúð í húsinu ásamt unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttur.

Þess má geta að aðeins sex íbúðir eru í stigaganginum og því verður að segjast að  hlutfall afreksíþróttamanna er óvenjuhátt í húsinu.

Martin sagði frá því í skemmtilegu og óvenju opinskáu viðtali við Morgunblaðið í fyrra að hann og Anna María ættu íbúðina skuldlaust. Var það ekki síst til að sýna fólki fram á að það væru víðar góð laun en bara í fótboltanum.

 

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um íbúðina sem Aron er að selja

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi