fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Skiptimynt stolið og leigubílstjóra hótað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á skiptimynt úr íbúð í miðborginni. Brotaþoli hafði boðið fólki með heim en því hafði hann kynnst skömmu áður. Það þakkaði gestrisnina með því að stela skiptimynt og hlaupa á brott.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru tveir handteknir í Árbæ eftir að þeir höfðu haft í hótunum við leigubílstjóra og neitað að greiða áfallið aksturgjald. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Í Hlíðahvarfi hafði lögreglan afskipti af manni á tólfta tímanum í gærkvöldi en hann er grunaður um að hafa brotið rúðu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um líkamsárás á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan ræddi við málsaðila. Á fimmta tímanum í nótt var par staðið að þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Málið var afgreitt á vettvangi.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um slagsmál við verslunarkjarna í austurborginni. Einn leitaði sér aðstoðar á bráðamóttöku. Lögreglan náði tali af meintum geranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis