fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Handahófskenndur útdráttur í bólusetningar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 09:00

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni verður byrjað að boða fólk handahófskennt í bólusetningu gegn kórónuveirunni. En áður en byrjað verður á því verður reynt að tæma alla forgangslista en nokkur þúsund manns eru eftir á þeim listum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að þeir sem eru eftir á forgangslistunum sé fólk sem hafi áður verið boðað í bólusetningu en hafi ekki komist eða hafnað því, þar á meðal vegna þess hvaða bóluefni stóð því til boða.

Á morgun verða 7.700 skammtar af Pfeizer gefnir. Á miðvikudaginn 5.000 skammtar af Moderna og á fimmtudaginn um 600 skammtar af Janssen. Þar sem aðeins þarf einn skammt af bóluefninu frá Janssen hafa áhafnir skipa og flugvéla verið í forgangi með það.

Um leið og ljóst er hversu margir af forgangslistunum skila sér í bólusetningu verður byrjað að boða fólk handahófskennt. Fyrirkomulagið er einfalt að sögn Ragnheiðar. Árgöngunum verður skipt í tvennt eftir kyni. Miðar, með árgangi og kyni, settir í tvær krúsir, karlakrús og kvennakrús, og síðan dregið til skiptis til að halda kynjahlutfallinu jöfnu.

Boðun fer síðan fram með hefðbundnum hætti með SMS-skilaboðum.

Ragnheiður sagðist reikna með að árgangur 1975 verði elsti árgangurinn í þessari handahófskenndu boðun og verður því 31 árgangur í pottinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu