fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Aðeins 4 smit utan sóttkvíar undanfarna viku – Engar tilslakanir segir Svandís

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:28

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna Covid-19 faraldursins í að minnsta kosti viku. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú rétt í þessu.

Óbreyttar reglur munu því gilda áfram fram í næstu viku.

Þetta var ákvörðun Svandísar að fenginni tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Ljóst er að ákvörðun Svandísar þykir varfærin, sér í lagi í ljósi þess að aðeins 4 smit hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna viku auk þess sem vel gengur að bólusetja. Fjórðungur Íslendinga hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af Covid-19 bóluefni. Áætlað er að 40 þúsund sprautur verða gefnar í vikunni hér á landi. Þar á meðal 6.500 Jansen skammtar, en þeir sem hana fá eru fullbólusettir við fyrsta skammt. „Glatt á hjalla,“ segir Svandís um velgengnina.

Kom fram í máli Svandísar að fljótlega verði farið í að bólusetja þvert á aldurshópa til að ná hjarðónæmi sem allra fyrst en ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekið á næstu dögum. Markmið ríkisstjórnarinnar að bólusetja alla yfir sextán ára aldri fyrir lok júlí stendur enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi