fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 12:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að landslagið í Geldingadölum hafi tekið gríðarlegum breytingum frá því gosið hófst kvöldið 19. mars.

Gígopin eru nú orðin átta talsins en síðustu opin mynduðust öll í línu á milli gígana tveggja sem fyrst opnuðust og gíga númer þrjú og fjögur. Gígarnir mynda nú gríðarlegt sjónarspil, sér í lagi að nóttu til í myrkrinu, en blaðamaður fangaði meðfylgjandi myndband seint í gærkvöldi. Þrátt fyrir sæmilega sunnanátt mældist gasstyrkur yfir heilsumörkum víða á svæðinu. Á gangi um svæðið mátti víða heyra viðvörunarhljóð úr gasmælum viðbragðsaðila.

Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Hraunið úr þeim öllum hefur nú myndað eina stóra hraunbreiðu. Austan megin við hraunið er enn hægt að nálgast nýju gígana en búast má við því að hraunið breiði betur úr sér næstu daga og loki þá „vík“ inn í hraunbreiðuna.

Blaðamaður DV var á svæðinu í gær og náði meðfylgjandi myndbandi. Á kortinu hér að neðan, sem fengið er að láni af vefnum map.is, má sjá hvar blaðamaður stóð (blár punktur) og rauða strikið er svokölluð gönguleið A. Búist er við að hraunið renni yfir þá leið fljótlega þegar Geldingadalur fyllist og hraun tekur að flæða niður rennuna í átt að Nátthaga. Gönguleið B liggur austan megin við gosið og hraunbreiðuna.

mynd/skjáskot map.is

Hraun hefur þegar flætt yfir veginn sem fjölmiðlamenn og viðbragðsaðilar notuðu í Meradölum en hægt hefur verulega á flæðinu þangað niður frá því sem fyrst var og hraunið sem þveraði slóðann í Meradölum kólnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi