fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Íslenskar stelpur í samstarfi við þekkt pýramídafyrirtæki – „Ef þú pælir í því eru flest fyrirtæki pýramídi…“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. mars 2021 11:40

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur orðin aukning á svokallaðri tengslamarkaðssetningu (e. Multi level marketing eða MLM) hér á Íslandi ef marka má færslur sem íslenskar stelpur hafa verið að birta á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar má finna fjölmargar færslur frá stelpum sem auglýsa vörur frá þekktu pýramídafyrirtæki: Nu Skin.

„Ég byrjaði í janúar en ég er búin að vera alveg á fullu þannig ég veit alveg slatta um þetta,“ segir ein íslensk stelpa sem DV ræddi við um málið. Nýlega birti hún á Instagram-síðu sinni fræðslu um tengslamarkaðssetningu en fleiri stelpur sem tengdar eru Nu Skin hafa deilt færslunni.

Í færslunni talar hún um tengslamarkaðssetninguna og kemur henni til varnar. „Ef þú pælir í því eru flest fyrirtæki pýramídi: það er forstjóri eða stjórnandi, framkvæmdastjórar og markaðsstjórar, verslunarstjórar eða yfirmenn í útibúum, almennir starfsmenn og svo framvegis,“ segir hún meðal annars.

„Það eru engar kröfur gerðar á þig, þú bara kemur inn og nýtir tækifærið eins og þú vilt“

Í samtali við DV segir stúlkan frá því hvernig hún byrjaði í samstarfi með Nu Skin. „Það var sem sagt stelpa sem ég kannast við sem sendi mér á Instagram og hún var að bjóða mér í sitt teymi. Hún bauð mér á kynningu í gegnum Zoom og ég ákvað bara að slá til,“ segir hún og tekur fram að vörurnar frá Nu Skin séu góðar. „Þetta eru alveg hágæðavörur, mikil vísindi á bakvið þær, þannig maður er að selja alveg gæðavörur.“

Landsmenn geta ekki búist við að finna vörurnar frá Nu Skin í næstu snyrtivöruverslun, ástæðan fyrir því er sú að fyrirtækið selur vörurnar í gegnum sölumenn eins og stelpuna sem DV ræddi við. Umrædd stelpa segir mikla möguleika felast í því að fara í samstarf með Nu Skin. „Ég get byggt mig upp og unnið mig upp innan fyrirtækisins með því í rauninni að byggja upp teymi, þjálfa þau og kenna þeim það sem ég hef verið að gera,“ segir hún.

„Það eru engar kröfur gerðar á þig, þú bara kemur inn og nýtir tækifærið eins og þú vilt. Algjörlega bara tækifæri fyrir þig og þú getur unnið þig upp ef þú leggur tíma og vinnu í það. Það fer svolítið eftir metnaðinum og áhuganum hvað maður kemst langt.“

Þekkt pýramídafyrirtæki

Nu Skin hefur ekki verið mikið í umræðunni hér á landi, einungis stakar greinar hafa verið birtar um fyrirtækið og starfsemi þess og eru þær flestar nokkuð gamlar. Erlendis hefur umræðan verið meiri en til að mynda birti fjölmiðillinn The Overcast langa og ítarlega grein um fyrirtækið í desember árið 2018. Þar er meðal annars fjallað um eldri konu sem féll í gryfju fyrirtækisins og endaði í hárri skuld.

Fyrirtækið Nu Skin er ekki eiginlegt pýramídasvindl en það hefur áferð slíks fyrirbæris. Nýir félagar í fyrirtækinu geta selt vörur en í hvert skipti sem fólkið sem er neðst í keðjunni selur vöru fer hluti af gróðanum upp keðjuna, líkt og í pýramídasvindli.

Þar sem um er að ræða sölu á vöru er þetta kallað tengslamarkaðssetning en ekki pýramídasvindl. Þrátt fyrir það var Nu Skin kært árið 2014 í Bandaríkjunum fyrir að halda uppi pýramídasvindli. Nu Skin endaði með að borga 46 milljónir Bandaríkjadala í dómssátt í því máli.

„Það er pláss fyrir alla á toppnum“

Nu Skin og fleiri tengslamarkaðssetningafyrirtæki hafa lengi verið umdeild vegna pýramídalögunar starfseminnar. „Það eru svo margir sem líta á þetta þannig en þetta er það sem heitir network marketing. Þetta virkar þá bara þannig að þú kemur alltaf inn í gegnum einhvern annan, það koma allir inn á sama stað og svo hafa allir þau tól, fræðslu og stuðning til að vinna sig upp í hvaða stöðu sem er. Það er pláss fyrir alla á toppnum,“ segir stelpan sem DV ræddi við.

„Þetta er auðvitað mjög umdeilt en ég ákvað bara með sjálfri mér að ef ég tapa engu á þessu þá getur þetta ekki verið svindl. Ég hef engu að tapa, ég er ekki að fjárfesta neitt. Ég var mjög skeptísk á þetta í byrjun eins og allir en eftir að ég byrjaði í þessu og kynntist fyrirtækinu og fólkinu þá breytti það algjörlega hugarfarinu hjá mér og ég bara í rauninni dáist að þessu fyrirtæki í dag.“

Stelpan segir þá að það sé munur á pýramídasvindli og pýramídasölu eins og raunin er hjá Nu Skin. „Það er náttúrulega munur á pýramídasölu og pýramídasvindli. Þetta er hundrað prósent lögleg starfsemi og jú ef ég fæ fólk inn, kenni þeim, þjálfa þau og vinn sjálfa mig upp þá fæ ég hluta af veltunni í teyminu mínu. Eftir því sem ég næ að selja meira, eftir því sem ég næ að vinna mig upp þá fæ ég hærri prósentu. Ef fólk vill líta á þetta sem einhvern pýramída þá bara allt í góðu.“

Þá vill stelpan meina að það sé ekki hægt að festast eða lenda illa í þessu. „Ég get aldrei tapað á þessu, ef ég vil hætta þá bara hætti ég. Ef fólk skráir sig inn þá festist það ekki. Ef það skráir sig og hættir svo við þá gerist ekkert nema það fær vörurnar á heildsöluverði sem er bara frábært. Í rauninni græðirðu alltaf á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Í gær

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland eitt af þeim 12 löndum sem Bretar eru hvattir til að ferðast til

Ísland eitt af þeim 12 löndum sem Bretar eru hvattir til að ferðast til
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vendingar í skattsvikamáli fyrrum eigenda Kornsins – Sögð hafa skáldað reikninga frá „PC Tölvur“ fyrir tugi milljóna

Vendingar í skattsvikamáli fyrrum eigenda Kornsins – Sögð hafa skáldað reikninga frá „PC Tölvur“ fyrir tugi milljóna