fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Áfrýjun Árna Gils fyrir Landsrétt – Fékk fjögurra ára fangelsi – Faðir hans gagnrýnir rannsóknina og málsmeðferðina

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 20:00

Hjalti Árnason, faðir Árna Gils Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi föstudag tekur Landsréttur til meðferðar áfrýjun Árna Gils Hjaltasonar sem árið 2017 var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Hjalti Árnason, faðir Árna, hefur ýmislegt við rannsókn málsins og meðferð þess í dómskerfinu að athuga.

Árni Gils Hjaltason var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðið á bílastæði í Breiðholti árið 2017. Síðar ómerkti Hæstiréttur dóminn yfir Árna og var málið flutt aftur fyrir héraði en þar var sami dómur kveðinn upp. Hægt er að lesa um þann dóm hér.

Hjalti Árnason, faðir Árna, hefur árum saman barist fyrir því að Árni Gils verði hreinsaður af sekt sinni. Hann heldur því fram að ekki hafi verið sannað almennilega að Árni hafi stungið manninn í höfuðið og hefur sönnunargögn sem hann telur styðja þá skoðun, m.a. segir blóðferlasérfræðingur að blóðdropar á vettvangi passi ekki við áverka, einnig nefnir hann breytingar á vitnisburði þolanda og lykilvitna.

Hjalti sendi lögreglu kvörtun vegna meints brots á Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna en að hans sögn var Árni yfirheyrður einungis á nærbuxunum og með handklæði yfir axlirnar. Hann telur það hafa verið gert til þess að reyna að þvinga úr honum játningu. Einnig kvartar hann yfir því að lögregla haldi því fram að tekið hafi verið úr Árna blóðsýni sem hann kannast ekki við. Blóðsýnið á að hafa verið tekið úr Árna þegar hann sat í fangaklefa og er það tilgreint í lögregluskýrslu. Hins vegar segir önnur skýrsla lögreglu að Árni hafi ekki verið í klefa sínum þegar sýnatakan á að hafa farið fram. Flest öll gögn sem varða þessa blóðprufu segir lögreglan vera týnd.

Vitni breyta framburði

Vitni sem lögregla tók skýrslu af breyttu framburði sínum mörgum sinnum, að sögn Hjalta, en ákæruvaldið hafi ekki sett út á það. Árni breytti framburði sínum ekkert og lýsti atburðarásinni alltaf á sama hátt og því ljóst að hann man vel eftir atburðinum. Hann segist ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar slagsmálin áttu sér stað en lykilvitni viðurkenna að hafa verið undir áhrifum. Brotaþoli segir að Árni hafi komið með hnífinn sem á að hafa verið notaður í árásinni en lykilvitni segir að brotaþoli hafi sjálfur mætt með hnífinn. Þá breytir brotaþoli vitnisburði sínum og segist ekki muna hvort hann hafi sjálfur komið með hnífinn eða ekki.

Hnífurinn sem á að hafa verið notaður í árásinni hefur ekki enn fundist en Árni heldur því fram að brotaþoli hafi hlaupið með hann inn eftir slagsmálin. Brotaþoli neitar því og segir hnífinn hafa orðið eftir á bílastæðinu. Leitað var að hnífnum á bílastæðinu en ekki í íbúð brotaþola. Eitt lykilvitna í málinu segir seinna að það hafi séð hnífinn á heimili vinar síns mánuði eftir árásina. Það hafi þó ekki þorað að taka mynd af hnífnum.

Segir blóðdropa ekki passa við áverka

Blóðferlasérfræðingur fékk senda mynd af dropunum sem fundust á bílastæðinu þar sem slagsmálin fóru fram en segir þá ekki passa við áverkana á brotaþola, en því var haldið fram að stungið hefði verið í slagæð hans sem ætti að orsaka mun meiri blæðingu en það sem sást á vettvangi. Á vettvangi voru einungis fjórir kringlóttir blóðdropar sem bendi mun frekar til skurðar á fingur eða blóðnasir en ef um stungu í slagæð væri að ræða, það hefði skilið eftir meira blóð og öðruvísi blóðslettur.

Lögreglumaður á vettvangi sagðist ekki vita hvort tæknideild lögreglu hafi verið send á bílastæðið og veit ekki hvers vegna það var ekki tekið sýni af dropunum þar sem ekki sé sannað hvort um blóð sé að ræða.

Gagnrýnir að sami dómari hafi ekki tekið við málinu aftur

Eftir að Hæstiréttur ómerkti dóm Héraðsdóms var hann sendur aftur í hérað og hefði þá sami dómari átt að taka málið, að mati Hjalta, enda sé það mat Hæstaréttar að hann hafi gert mistök og þurfi að meta málið aftur. Hjalti segir í samtali við blaðamann að Arngrímur Ísberg, sem dæmdi málið fyrst í Héraðsdómi, hafi ekki getað dæmt í seinna skiptið þar sem hann var tímabundið að dæma í Landsrétti. Honum þyki þó grunsamlegt að Arngrímur snúi til baka um leið og það er búið að dæma Árna aftur í héraði.

Við endurupptökuna í Héraðsdómi var fenginn þýskur réttarmeinafræðingur, Sebastian Kunz, til að meta málið. Hann hafi haft lítið til að meta úr þar sem ekki voru til myndir af áverkum brotaþola, engin blóðsýni frá vettvangi, enginn hnífur og ekkert DNA. Hann byggði sitt mat mestmegnis á röntgenmynd sem tekin var af brotaþola en viðurkennir að hann sjái ekki nákvæmlega hvar áverkarnir eru á henni. Hann segir líklegast að brotaþoli og Árni hafi staðið hvor á móti öðrum en brotaþoli segist hafa snúið baki í Árna. Þetta mat frá Kunz var eitt af því sem dómari notaði til að sakfella Árna.

Sem fyrr segir hefur dómnum verið áfrýjað og verður aðalmeðferð í málinu í Landsrétti næstkomandi föstudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar