fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 17:32

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir eins árásarþolans frá átökunum í Borgarholtsskóla í gær steig fram með yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í dag, í opinni færslu. Henni gremst mjög að sagt hafi verið frá því í einhverjum fréttum að uppgjör vegna fíkniefnaskuldar hafi verið orsök árásanna.

Móðirin segir að sonur sinn hafi aldrei neytt fíkniefna en að hann hafi verið látinn gjalda fyrir að stöðva forpsprakka slagsmálanna í að ganga á skrokk á stúlku fyrir nokkru síðan: „Síðan þá hefur honum verið hótað barsmíðum og í fyrradag barst honum til eyrna að það væri verið að planleggja stunguárás á sig,“ segir hún og bætir við að árásarmennirnir hafi reynt að narra hann út í Spöng sem er rétt hjá Borgarholtsskóla.

Hann hafi hins vegar þess í stað hringt í bróður sinn og sagt honum frá þeim vandræðum sem hann væri kominn í. Bróðir hans hafi reynt að miðla málum en þá hafi brotist út slagsmál þar sem árásarmennirnir hafi ráðist á báða syni hennar og þar hafi meðal annars verið beitt hafnaboltakylfu og hnífum. Séu synir hennar mikið lemstraðir, með djúpa skurði á höfði. Þá sé einn nemandi handleggsbrotinn eftir að hafa reynt að aðstoða bræðurna.

„Ég bið ykkur að róa ykkur í að dæma það sem þarna fór fram, þetta er svakalega erfitt. Ég bendi á að synir mínir voru ekki leiddir burtu frá hvorki skóla né bráðamóttöku í járnum, þeir eru með stöðu þolenda í þessu máli,“ segir móðirin.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi