fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 15:20

Smáhúsalestin flytur húsin á sinn stað Mynd/Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm smáhús fyrir heimilislaust fólk eru komin á sína staði í Gufunesi. Þau voru í gær flutt þangað frá Sundahöfn.

Reiknað er með að fyrstu íbúar geti flutt inn í nóvember. Fimmtán hús til viðbótar munu svo bætast við á sex aðra staði í Reykjavík á næsta árinu.

Smáhúsalestin flytur húsin á sinn stað Mynd/Reykjavík

Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu segir:

„Við hönnun smáhúsanna var mikið lagt upp úr því að þau væru smekkleg og féllu vel að umhverfi sínu. Hvert þeirra er 30 fermetrar, í öðrum enda þess er stofa og eldhús en opinn svefnkrókur í hinum með góðu skápaplássi. Í miðjunni er baðherbergi og opið anddyri. Úr stofu er gengið út á lítinn pall með skjólvegg. Lögð er áhersla á að umhverfi húsanna verði aðlaðandi, með gróðri og öðrum aðgerðum, og þá verður gætt sérstaklega að lýsingu við húsin.“

Hugað verður að gróðri og lýsingu í umhverfi húsanna
Mynd/Reykjavík.

Skilyrði fyrir því að einstaklingar geti fengið smáhúsi úthlutað er að þeir séu í virkri þjónustu vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar sem starfar eftir hugmyndafræðinni Húsnæði fyrst eða housing first. Sú hugmyndafræði byggir á því að allt fólki eigi rétt á húsnæði og geti haldið því með einstaklingsbundinni þjónustu þvert á kerfi.

Haft er eftir Heiðu Björg Hilmarsdóttur, formanni velferðarráðs, að um gríðarlega mikilvægt verkefni sé að ræða.

„Þetta er gríðarlega mikilvægt því húsnæði er oft fyrsta skrefið til að ná fótfestu í lífinu. Húsnæði fyrst stefnan hefur skilað meiri árangri víða um heim en áður hefur náðst tli að draga úr langtímaheimilisleysi. Jafnframt leiðir þjónustan til betri lífsgæða þjónustuþega og aðstandenda og dregur úr álagi á nærsamfélag, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur þar með úr kostnaði.“

Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar verður litið til vilja íbúanna sjálfra þegar kemur að ákvörðun um hvar þeir búa. Því séu líkur á því að þeir sem fái smáhúsi úthlutað í tilteknu hverfi hafi tengsl við hverfið.

„Þetta er grundvallarbreyting, því með þessu móti verður íbúi ekki lengur heimilislaus, heldur einn af íbúum hverfisins. Hann lifir sínu lífi innan veggja síns heimilis, rétt eins og aðrir íbúar hverfisins.“

Mynd/Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi