fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 16:04

Mynd/Páll Magnús Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn verður lokað samkvæmt ákvörðun sveitastjórnar sem tekin var fyrir viku. Ástæða lokunarinnar mun vera brunahætta sem stafi frá svæðinu auk þess sem ekki sé heimild fyrir þessari tegund byggðar að íslenskum lögum.

Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra.

Ásta segir að það muni taka tvö ár að loka byggðinni. Þá verði allir samningar um stæði á svæðinu runnir út.  Hún segir að fjöldi ábendinga hafi borist sveitarstjórn vegna þeirrar áhættu sem stafi frá svæðinu sem er statt inn í stærsta samfellda birkiskógi á Ísland. Ábendingar stöfuðu meðal annars frá slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra á svæðinu.

„Við sáum okkur ekki annað fært en að taka á þessu og taka þessa ákvörðun.“

Ásta segir ljóst að það verði mörgum erfitt að yfirgefa svæðið þar sem mikið hafi verið byggt í kringum hjólhýsin og jafnvel séu sum þeirra gróin föst þar sem þau standa. Þessi byggð eigi sér um fimmtíu ára sögu.

Hins vegar standi hýsin nú of þétt og ekki í samræmi við brunavarnir enda hafi endurtekið eldur orðið laus á svæðinu.

Samkvæmt heimildum DV eru eigendur hjólhýsa á svæðinu verulega óánægðir með þessa ákvörðun, enda margir hverjir búnir að eyða miklu fjármagni í að búa sér þarna til indælis afdrep og munu þurfa að sitja eftir með sárt ennið að þessum tveimur árum liðnum þegar hjólhýsabyggðin heyrir sögunni til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt