fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fréttir

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 12:33

Samsett mynd DV. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magg varð fyrir miklu tjóni um helgina er brotist var inn í hús hans með einkar bíræfnum hætti og rafhjóli að verðmæti um 600 þúsund krónur var stolið. Þjófurinn reif burt stormjárn á örlitlum þvottahússglugga, tróð sér inn í þvottahús og komst þaðan inn í hjólageymslu. Var stolið tveimur hjólum úr geymslunni, annað þeirra, sem er í eigu Helga, er ekkert venjulegt hjól, heldur rándýrt hjól af gerðinni Fatboy Specialised, með handsmíðuðum rafmagnsbúnaði og skærappelsínugulum afturöxli sem er mjög áberandi (sést ekki á mynd).

Helgi segir að á svipuðum tíma hafi verið brotist inn í aðra hjólageymslu í borginni og stolið rafhjóli. Hann telur augljóst að skipulagðir þjófaflokkar séu að verki. „Þetta var greinilega mjög prófessjónalt. Glugginn er mjög lítill og þeir eru mögulega með einhvern gutta með sér til að nota í að skríða inn um svona gluggaborur. Á sama tíma var splunkunýju hjóli stolið úr hjólageymslu annars staðar.“

„Það var stolið af mér bíl í gamla daga og löggan fann hann. Hún er ekkert að fara að finna þetta hjól,“ segir Helgi sem stórefast um að lögreglan leiti hjólsins. Viðbrögðin við þessum glæp hafi verið mjög tómlát. Svo virðist sem lögreglan leiði hjá sér öll afbrot sem hægt sé að flokka undir hjólaþjófnað. En hér er ekki um að ræða venjulegan hjólaþjófnað heldur innbrot í hús og verðmætum upp á 600 þúsund krónur stolið.

Helgi bendir á að í dagbók lögreglunnar sem netmiðlar birta samviskusamlega sé að finna upplýsingar um rúðubrot og innbrot í bíla. „Hverju er þá stolið, einhverju klinki? Eða útvarpi kannski?“

Ekkert tómstundagaman heldur nauðsynlegt farartæki

Helgi þurfti að útfylla skýrslu sjálfur á netinu og þar var ekki hægt að hengja við mynd. Hann áttar sig ekki á því hvernig hægt er að rannsaka þjófnað af þessu tagi án myndar. Lögregla hafi ekki komið á staðinn þó að augljóslega sé um að ræða bíræfið innbrot. Tjónið fyrir Helga er gríðarlegt:

„Ég er nýbýinn eyða 100 þúsund kalli í viðgerð á hjólinu. Það var allt tekið í gegn, skipt um öxul og gírakerfi. Ég þurfti að panta hluti að utan því sumt var ekki til hér heima. Ég þurfti að vera á bílaleigubíl á meðan því ferlið tók mánuð. Ég var svo ánægður með viðgerðina því hjólið var eins og nýtt. Þetta er ekki bara eitthvert tómstundagaman heldur farartæki.“

„Það eru 25% afföll hjá tryggingunum, ég hélt að það væru 25 þúsund, þetta eru rosaleg afföll. Svo afskrifa þeir eins og þeir mögulega geta og taka svo 25% afföll af öllu. Þó að maður fái eitthvað bætt er það bara lítill hluti af tjóninu.“

50 þúsund króna fundarlaun og hjólahvíslarinn í málið

Helgi er samt ekki vonlaus um að endurheimta hjólið. Hjólahvíslarinn þekkti, Bjartmar Leósson, er kominn í málið, er að leita að hjólinu og hefur beðið fólk um að deila mynd af því. Deilingarnar eru orðnar mörg hundruð. Þá ætti að vekja áhuga að Helgi heitir 50 þúsund króna fundarlaunum fyrir þann sem getur vísað á hjólið svo það endurheimtist. Spurður hvort það sé ekki full rausnarlegt segir Helgi:

„Þetta er ekki mikið miðað við tjónið sem ég verð fyrir ef hjólið finnst ekki. Það verður enginn smákostnaður að þurfa að smíða nýtt hjól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Í gær

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum
Fyrir 3 dögum

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun