Banaslys varð á Hellissandi á Snæfellsnesi í morgun og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Fréttablaðið sagði frá.

Samkvæmt Fréttablaðinu átti slysið sér stað klukkan 10:30 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út en svo fór að maðurinn var ekki fluttur með henni til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu.