fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 19:00

Íraski herinn hefur mikil ítök í landinu. Hermaðurinn tengist efni fréttar ekki beint. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu fjögurra manna írakskrar fjölskyldu um að úrskurður úrskurðarnefndar útlendingamála yrði ógiltur.

Úrskurður nefndarinnar var á þá leið að stefnendur séu ekki flóttamenn og þeim skuli synjað um réttarstöðu flóttamanna og viðbótarvernd á Íslandi, og að synja ætti þeim um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Fjölskyldan sagðist óttast „valdamikinn hershöfðingja“ í Írak vegna þess að Bikthiyar hafi týnt minniskorti sem innihélt myndir úr veislu herforingjans. Segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar að „nokkur ólíkindablær“ sé yfir frásögn fólksins. Þar sagði jafnframt:

Kærunefnd telur, m.a. í ljósi þeirra íhaldssömu viðhorfa sem tíðkast í KRI, að ólíklegt sé að einstaklingur sem sé háttsettur í hernum fá utanaðkomandi aðila til að taka myndir í samkvæmi þar sem áfengi sé haft um hönd og konur klæðist efnislitlum fötum. Svör kæranda um þessa atburði, einkum þeir hlutar frásagnar hans sem varða hvernig hann glataði umræddu minniskorti, óljós svör um geymslu þess, auglýsingar eftir því í blöðum. […] Með vísan til alls framangreinds telur kærunefnd frásögn kærenda hvað varðar ástæðu flótta þeirra frá heimaríki vera ótrúverðuga.

Sögðust óttast um líf yrðu þau send heim til Írak

Til grundvallar kröfu sinnar fyrir héraðsdómi um ógildingu ákvörðun úrskurðarnefndar lagði fjölskyldan m.a. til grundvallar að þau óttuðust um líf sitt og frelsi í heimalandi sínu. Þar af leiðandi væri það brot á íslenskri stjórnarskrá að senda þau til síns heima. Fólkinu var vísað úr landi í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar í fyrra og dvelja þau nú á Ítalíu, samkvæmt því er fram kemur í dómnum.

Þá hélt lögmaður fjölskyldunnar því einnig fram að stjórnsýslureglur hefðu verið brotnar við meðferð Útlendingastofnunar og kærunefndar í útlendingamálum, og að það ætti að leiða til ógildingar úrskurðarins. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki.

Málskostnaður, samkvæmt dómsorði, féll niður og ber hvor aðili sinn hluta kostnaðar af málinu.

Sama lögmannsstofan

Lögmaður Khattab fjölskyldunnar í málinu var Helgi Þorsteinsson, en Helgi starfar fyrir lögmannsstofuna Norðdahl & Valdimarsson. Norðdahl nafnið í nafni stofunnar vísar til Magnúsar Davíðs Norðdahl, sem var og er lögmaður egypsku Khedr fjölskyldunnar sem nú er í felum á Íslandi.

Magnús hefur höfðað mál á hendur ríkinu og krafist þess að úrskurður Úrskurðarnefndar í útlendingamálum verði ógiltur, rétt eins og Helgi gerði í máli írösku fjölskyldunnar. Magnús hefur jafnframt óskað eftir flýtimeðferð, enda fjölskyldan enn í landinu. Ósk Magnúsar um flýtimeðferð er nú á borði dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Símonar Sigvaldasonar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu